Viðburðir vorönn 2006

29. maí. 2006: Veglegur stuðningur Samtaka iðnaðarins við Alþjóðamálastofnun og Smáríkjasetrið

Samtök iðnaðarins gerðust bakhjarl Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands og styrktu stofnanirnar um sem svarar 2.5 milljónir á ári. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins skrifuðu undir samstarfssamning þess efnis á skrifstofu rektors. Samningurinn felur í sér stóreflingu Evrópurannsókna á vegum HÍ.

Í samningnum felst meðal annars að stofnanirnar tvær munu með stuðningi SI:

– efla Evrópurannsóknir við HÍ og byggja upp þekkingu á áhrifum Evrópusamvinnu á íslenskt samfélag og atvinnulíf.
– stofna verkefnabanka sem veitir allt að sex styrki til lokaverkefna meistaranema við HÍ í Evrópufræðum.
– skipuleggja Dag ungra fræðimanna – árlega ráðstefnu sem haldin verður í Háskóla Íslands, þar sem meistara- og doktorsnemum sem numið hafa hvarvetna í heiminum gefst kostur á að kynna rannsóknir sínar á sviði Evrópusamruna og ræða efni þeirra.
– standa fyrir hringborðsumræðum, fræðslufundum og útgáfu með þátttöku fræðimanna úr háskólasamfélaginu og sérfræðinga úr atvinnulífinu og kynna rannsóknir fyrir almenningi, fræðimönnum og stúdentum.


pallborðsumræður.jpg11. maí 2006: Evrópumálin rædd á fundi hjá Samtökum iðnaðarinsTveir fræðimenn á vegum Alþjóðamálastofnunar, þeir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði fluttu erindi á vel sóttu ráðgjafaráðsþingi Samtaka iðnaðarins. Baldur fjallaði um stöðuna í öryggis- og varnarmálum og hvort brottför varnarliðsins hefði áhrif á Evrópuumræðuna á Íslandi og Guðmundur leitaði skýringa á því hvers vegna efnahagsrök vegi ekki þyngra en raun ber vitni í Evrópuumræðunni hérlendis.


11. maí. 2006: Flóttamenn í eigin landi: Hvað er til ráða?Dennis Mcnamara,helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni flóttamanna í eigin landi, (internally displaced persons), hélt erindi um það hvernig best væri að alþjóðasamfélagið brygðist við ofsóknum, þjóðernishreinsunum og stríðsátökum innan landamæra sjálfsstæðra ríkja.

Hartnær 24 milljónir manna í heiminum standa uppi sem allslausir flóttamenn í eigin landi vegna stríðsátaka. Það er mat Sameinuðu þjóðanna að alþjóðasamfélagið hafi hvergi brugðist eins illilega eins og í því að vernda þessa almennu borgara sem lenda í hringiðu átaka, hvort sem það er í Súdan, Palestínu eða Írak. Hvað er hægt að gera? Hvernig á alþjóðasamfélagið að bregðast við ofsóknum, þjóðernishreinsunum og stríðsátökum innan landamæra sjálfstæðra ríkja?

McNamara fjallaði þar meðal annars um það hvernig á að standa að afvopnun, friðargæslu og uppbyggingu á þessum stríðssvæðum og velta upp þeirri spurningu hvort smáþjóðir eins og Ísland ættu eitthvað erindi í friðargæslu á átakasvæðum.

McNamara er forstöðumaður hjá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og sérstakur ráðgjafi Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, um málefni flóttamanna. Hann hefur gegnt ýmsum lykilstöðum innan SÞ og tengdra stofnana og starfað á flestum átakasvæðum heimsins síðustu árin, meðal annars í Írak, Kosovo, fyrrverandi Júgóslavíu, Austur Tímor og Kambódíu.


11. apríl. 2006: Draumalandið í íslensku og alþjóðlegu samhengi

Fullt var út úr dyrum í stofu 101 í Odda þegar Andri Snær Magnason, rithöfundur ræddi nýútkomna bók sína: Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Bókin fjallar um hugmyndir og veruleikann, Ísland og Íslönd sem hefðu getað orðið til og hvernig lesa má í Ísland til að skilja heiminn.


5. apríl. 2006: Bókagjöf sendiráðs Bandaríkjanna
spjall.JPG
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, bókasafn um öryggis- og varnarmál að gjöf. Sendiráðið ákvað, fyrir milligöngu Alþjóðamálstofnunar að styrkja Landsbókasafn – Háskólabóksafn með veglegri bókagjöf á sviði alþjóðamála-, varnar- og öryggismála. Gjöfinni er sérstaklega ætlað að efla kennslu á þessu sviði í nýju meistaranámi í alþjóðasamskiptum.


24. mars. 2006: Átök og áskoranir í AfríkuVasu Gounden og Kwezi Mnqqibisa, tveir þekktir fræðimenn frá Suður Afríku, ræddu málefni Afríku við um hundrað manns á opnum, almennum fyrirlestri. Fundarstjóri var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði og verðandi sendiherra Íslands í Suður Afríku. Gounden og Mngqibisa sátu einnig á lokuðu seminari með nemendum í stjórnmála- og mannfræði.


13. mars. 2006: Hvað er Bandaríkjastjórn að vilja í Miðausturlöndum?

Dr. Michael Rubin, fræðimaður við American Enterprise Institute og ritstjóri Middle East Quarterly svaraði þessari og fleiri spurningum á afar fjörlegum, opnum fyrirlestri mánudaginn 13. mars, 2006. Þar ræddi hann vítt og breytt um stefnu Bandaríkjastjórnar í Miðausturlöndum og þá sérstaklega í Íran og Írak og lýðræðisþróun í þessum heimshluta. Rubin hefur starfað sem ráðgjafi í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hvað varðar Íran og Írak og hefur víðtæka þekkingu á málefninu. Hann hefur m.a. ásamt öðrum, skrifað bækurnar Eternal Iran: Chaos and Continuity (2005) og Into the Shadows: Radical Vigilantes in Khatami’s Iran (2001). Greinar eftir hann hafa birst í helstu dagblöðum Bandaríkjanna svo sem Washington Post, New York Times og Wall Street Journal. Rubin er þar að auki tíður fréttaskýrandi á sjónvarpsstöðvunum CNN, Fox, BBC, MSNBC og í fréttaþættinum ABC Nightline.

Rubin er ungur en vaxandi ,,neo-conservative“ stjarna hjá Bush ríkisstjórninni og hefur ekki legið á skoðunum sínum að því er varðar stríðið í Írak og málefni Miðausturlands. Koma hans hingað til lands vakti hörð viðbrögð og ekki voru allir á eitt sáttir. Hópur stúdenta boðaði til mótmæla í Odda þar sem fyrirlesturinn var haldinn og Rubin var einnig kærður til lögreglu fyrir meinta aðild hans að alþjóðlegum glæp við undirbúning Íraksstríðsins. Michael Rubin Fyrirlesturinn vakti mikla athygli og fullt var út úr dyrum. Hópur stúdenta mótmælti komu Rubins í Háskólann og gerði harða hríð að honum á meðan á fyrirlestrinum stóð. Rubin var jafnframt kærður til lögreglu fyrir meinta aðild að alþjóðlegum glæp.