24. nóvember 2006: Ráðstefna um nýja stöðu Íslands í utanríkismálum – Tengsl við önnur Evrópulönd
Inngangur
Samningaferlið um þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum
– Einar Benediktsson, fv. sendiherra
Hugleiðingar um umfang lagabreytinga vegna EES
– Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ
Kostir og gallar nánari tengsla við ESB
Frá sjónarhóli hagfræði:
Landbúnaður og ESB – álitaefni við aðild
– Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ
Sjálfstæð peningamálastefna og fákeppni
– Gylfi Zoega, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ
Evrópuvæðing íslenska vinnumarkaðarins
– Lilja Mósesdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst
Evra eða ekki evra
– Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ
Frá sjónarhóli stjórnmála- og sagnfræði:
Íslenskir stjórnmálamenn og aðild að ESB: Sérstaða eða sérviska
– Baldur Þórhallsson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ
Missa Íslendingar sjálfstæðið við inngöngu í ESB?
– Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við hugvísindadeild HÍ
Hvalreki eða skipbrot? Örlög íslensks sjávarútvegs í ESB
– Úlfar Hauksson, aðjúnkt við félagsvísindadeild HÍ
Eftir „bandarísku öldina:“ Hlutverk annarra Evrópuþjóða í íslenskum utanríkis- og öryggismálum
– Valur Ingimundarson, prófessor við hugvísindadeild HÍ
Reynsla af fullri aðild að ESB
Svíþjóð
– Harry Flam, prófessor við Stokkhólmsháskóla
Finnland
– Markus Lahtinen, prófessor við Háskólann í Tampere
Pallborðsumræður
Marel: Hörður Arnarson, forstjóri
Alþýðusamband Íslands: Halldór Grönvold: aðstoðarframkvæmdastjóri
Bændasamtök Íslands: Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri
Greiningardeild Landsbankans: Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur
HB Grandi: Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri
7. nóvember2006: Kosningavaka
Sendiráð Bandaríkjanna, Alþjóðasamfélagið – félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnun stóðu fyrir kosningavöku til að fylgjast með úrslitum þingkosninganna í Bandaríkjunum á risaskjá. Meðan beðið var eftir fyrstu tölum spjallaði Brad Evans, stjórnmálarerindreki í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um bandaríska stjórnkerfið og kosningafyrirkomulag og Mike Corgan, dósent við Boston-háskóla og gestakennari við stjórnmálafræðiskor HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ spáðu í spilin. |
4. nóvember 2006: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum
Ráðstefna á vegum Alþjóðamálastofnunar og Alþjóðasamfélagsins, félags meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands Erindi fluttu: Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi Að loknum erindum voru pallborðsumræður með þátttöku þeirra sem fluttu erindi ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Umræðum stýrir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2 og stundakennari við Háskóla Íslands. Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi á þessu ári markaði tímamót í utanríkismálum Íslendinga. Í erindunum verður fjallað um þessi tímamót frá ólíkum sjónarhornum. Hverra kosta eiga Íslendingar völ? Eiga þeir að sækjast eftir nánari samvinnu við Evrópuþjóðir í öryggismálum? Er norrænt samstarf í öryggismálum raunhæfur valkostur? Hvað felst í hinu nýja varnarsamkomulagi við Bandaríkin? Hversu vel eru Íslendingar í stakk búnir til að takast á við ný verkefni í öryggismálum? Hvernig er unnt að byggja upp meiri þekkingu hér á landi í öryggis- og varnarmálum? Hvað ber framtíðin í skauti sér? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem leitað verður svara við. |
3. nóvember 2006: Öryggisstefnan sem Evrópu vantar: Möguleg aðild Tyrklands að Evrópusambandinu
Alyson Bailes og Ahmet Evin héldu erindi um mögulega aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. Alþjóðamálastofnun stóð fyrir málstofu um öryggismál, en þau eru ofarlega á dagskrá víða um heim þessa dagana. Tveir ólíkir fræðimenn skiptust á skoðunum um öryggismál í evrópsku samhengi. Alyson Bailes ræddi um hvort Evrópusambandinu standi ógn af aðild Tyrklands eða hvort það gæti orðið til að styrkja sambandið og Ahmet Evin, ræddi um mögulega aðild Tyrklands og þýðingu aðildar fyrir öryggi í Evrópu, auk þess sem hann kom inn á aðra þætti sem tengjast stjórnmálum í Tyrklandi. Fr. Bailes gekk svo langt að spyrja hvort aðild Tyrklands gæti skapað Evrópu þá öryggisstefnu sem hana vantar? Þessir fræðimenn hafa ólíka sýn á það hvernig Evrópa getur þróast í framtíðinni, sérstaklega hvað varðar sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu. Fr. Bailes er framkvæmdastjóri SIPRI – Stockholm International Peace Research Institute og fyrrverandi sendiherra Bretlands. Dr. Evin er prófessor við Sabanci-háskóla í Istanbúl, Tyrklandi. |
27. október 2006: Þjóðarspegillinn Alþjóðamálastofnun stóð fyrir málstofu á Þjóðarspeglinum, félagsvísindaráðstefnu Háskóla Íslands. Í málstofunni voru eftirfarandi erindi haldin: Gunnhildur Magnúsdóttir Eiríkur Bergmann Einarsson Baldur Þórhallsson Michael T. Corgan |
19. október 2006: Þingkosningar í Bandaríkjunum – möguleg áhrif þeirra á utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Dr. Mike Corgan hélt erindi um komandi þingkosningar í Bandaríkjunum , sem líta út fyrir að verða einhverjar þær mest spennandi í langan tíma. Demókratar standa nú sterkar en þeir hafa gert lengi og er jafnvel talið að þeim muni takast að ná stjórn á þinginu. Í erindi sínu fjallaði dr. Corgan um þau málefni sem verða í brennidepli í kosningunum og hvað það gæti þýtt ef Demókratar ná stjórninni á annarri eða báðum deildum þingsins. Hann ræddi það hvernig kjördæmislínur eru dregnar og hvernig sú aðferð sem notuð er hefur leitt til þess að í raun er aðeins keppni um 50 sæti af 435 í fulltrúadeildinni. Einnig leit hann á það hvaða málefni skipta kjósendur mestu máli og hvers má vænta á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Þá var vöngum velt yfir því hvaða áhrif mögulegar niðurstöður hafa á forsetakosningarnar 2008 og utanríkisstefnu Bandaríkjanna næstu tvö árin. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður og stundakennari við stjórnmálafræðiskor, stýrði umræðum að erindinu loknu. Dr. Corgan er dósent í alþjóðasamskiptum við Boston University og gistikennari við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands haustið 2006. |
6. október 2006: Japan
William Grimes, dósent í alþjóðasamskiptum við Boston University í Bandaríkjunum, heldur erindi um málefni Japan. Crimes er sérfræðingur í efnahagsmálum A-Asíu, sérstaklega Japans, og hefur m.a. unnið við rannsóknir hjá japanska fjármálaráðuneytinu, síðast árið 2005. Hann hefur einstaka innsýn í þróun mála í þessum heimshluta. Japan er í dag annað stærsta hagkerfi heims og líklegt er að verg þjóðarframleiðsla Kína verði meiri en Bandaríkjanna eftir 20-30 ár. Samt sem áður varð Austur Asía síðast stærri svæða heimsins til að reyna að mynda svæðisbundið efnahagsbandalag. Það gerist ekki fyrr en 1992 sem ASEAN (Association of East Asian Nations) myndaði fríverslunarsvæði og viðskiptasamningar sambærilegir við þá sem hafa verið til staðar í ESB sl. áratugi urðu ekki til fyrr en 2002. Síðan þá hafa þó meira en þrjátíu slíkir samningar orðið til. Asíska efnahagskrísan 1997-1998 hvatti til nánari samruna en hraður vöxtur kínverska hagkerfisins kann að vera enn áhrifameiri þáttur hvað það varðar. En ólíkt því sem segja má um ESB, þá er það samkeppni sem rekur þennan samruna, ekki samvinna. Japan, þar sem íbúum fækkar og þjóðin eldist, hefur sérstakan áhuga á því að mynda tengsl sem geta komið í veg fyrir ráðandi stöðu Kína í framtíðinni, hvort sem um er að ræða efnahagsleg eða pólitísk áhrif. Þetta verður eitt af helstu málunum sem hin nýja ríkisstjórn, undir forystu Abe, þarf að takast á við. |
29. september 2006: Póllandi eftir kommúnismann
Ráðstefna á vegum Alþjóðamálastofnunar og Pólsk-íslenska vináttufélagsins. Nánari upplýsingar á www.polska.is |
13. september 2006: Viðbrögð svæðisbundinna stofnana við mannréttindabrotum
Dr. Motoshi Suzuki hhélt erindi um mannréttindi og viðbrögð svæðisbundinna stofnana við mannréttindabrotum í Asíu, þ.á. m. í Myanmar og Norður-Kóreu. Dr. Motoshi Suzuki er prófessor við lagadeild Kyoto-háskóla. |
11. september 2006: Róttækar túlkanir á trúarbrögðum og hugsanlegar pólitískar afleiðingar þeirra
Magnús Þorkell Bernharðsson, kennari í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands og lektor við Williams College í Bandaríkjunum, hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar.
Þann 11. september verða fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum. Atburðurinn hefur haft gífurleg áhrif á þróun alþjóðastjórnmála og leitt meðal annars til hins umfangsmikla „stríðs gegn hryðjuverkum.“
Fyrirlesturinn fjallar um hin nýju tengsl á milli trúarbragða og stjórnmála þar sem athyglinni verður beint að Íran og Bandaríkjunum, sem deila nú opinberlega á alþjóðavettvangi. Sérstaklega verður fjallað um hugmyndir um endalok heimsins meðal sjíta í Íran og bókstafstrúarmanna í Bandaríkjunum og hugsanleg áhrif þeirra á ráðamenn þessara ríkja. Fyrirlesari ber saman þessar hugmyndir um endalok heimsins og veltir fyrir sér hvaða afleiðingar þær gætu haft á stjórnmál líðandi stundar.