Viðburðir haustönn 2007


7. desember 2007: Íslands í öryggisráðið – og hvað svo?

Málstofa Alþjóðamálastofnunar á Þjóðarspegli 2007 um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og verkefni þess.

Fyrirlesarar voru:

Pia Hansson, MA í alþjóðasamskiptum: Smáríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna

Ragnar G. Kristjánsson, sendiráðunautur, fastanefnd Genf: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna: hlutverk, starfshættir og kröfur um breytingar

Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild HÍ: Öryggisráð SÞ frá sjónarhóli þjóðaréttar

Elín Rósa Sigurðardóttir, verkefnastjóri í utanríkisráðuneytinu: Átök og öryggismál í Afríku

 


8. nóvember 2007: NATO í Afghanistan – stefnir í ósigur?

Andrew Cottey frá Cork-háskóla á Írlandi fjallaði um íhlutun NATO í Afghanistan og hvort bandalagið sé að tapa stríðinu þar. Hann taldi að Bandaríkin stæði nú þegar frammi fyrir ósigri í Írak. Í Afghanistan vex Talíbönum ásmegin, afghanska ríkisstjórnin er veik og æ fleiri eru ósáttir við þátttöku í Afghanistan vegna dauðsfalla óbreyttra borgara, auk þess sem framleiðsla á ópíumi eykst, og því er nauðsynlegt að spyrja hvort NATO standi einnig frammi fyrir ósigri í Afghanistan. Í fyrirlestri sínum skoðaði Cottey þau vandamál sem NATO stendur frammi fyrir í Afghanistan og setti fram tilgátu þess efnis að NATO standi í raun í þremur óskyldum og mótsagnakenndum stríðum í Afghanistan. Þau eru stríðið gegn hryðjuverkum, stríð til að móta þjóð í ríkinu og stríð gegn eiturlyfjaframleiðslu. NATO er sundrað yfir því hvers konar stríð það sé að heyja og eigi að heyja í Afghanistan og í raun yfir því hvort það eigi að vera í Afghanistan yfir höfuð. Þessi innri sundrung kemur í veg fyrir að bandalagið geti komið á stöðugleika í landinu. Ef NATO getur ekki sætt þessi ólíku markmið og fundið sameiginlega afstöðu gagnvart verkefninu, þá stendur það frammi fyrir ósigri.

Dr.Andrew Cottey er Jean Monnet Chair í Evrópusamruna og kennari í stjórnmálafræði við Cork-háskólann á Írlandi. Hann sérhæfir sig í alþjóðasamskiptum, öryggismálum og evrópskum stjórnmálum og hefur gefið út fjölda greina á þessum sviðum. Hann hefur stundað rannsóknir við International Institute for Strategic Studies (IISS), Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI) og hjá NATO. Hann situr í stjórn British American Security Information Council (BASIC).

 


30. október 2007: Efnahagslegur uppgangur Kína og frjáls viðskipti: Álitamál fyrir Evrópu og Ísland

Marc Lanteigne hélt fyrirlestur um efnahagslegan uppganga Kína og frjáls viðskipti. Þróun frjálsrar viðskiptastefnu og sérstakra viðskiptasamninga af hálfu kínverskra stjórnvalda er nýtilkomin, en fyrir aðeins um áratug hafði Kína nokkrar áhyggjur af því hvernig mætti afnema viðskiptahöft án þess að hætta efnahagsumbótum. En í ljósi bæði aukins sjálfstrausts Kína í efnahagsmálum (eins og sjá má t.d. á hugmyndinni um Beijing Consensus, sem er að mótast) og breytinga á alþjóðaviðskiptakerfinu, er Kína farið að styðja bæði tvíhliða og marghliða viðskiptasamninga. Þetta má sjá í stuðningi kínverskra stjórnvalda við bæði APEC og ASEAN+3, auk þess sem kínversk stjórnvöld eru farin að líta út fyrir Asíu í leit að viðskiptasamböndum. Evrópa hefur sýnt mikinn áhuga á þróun viðskiptatengsla við Kína en Ísland er nú fyrst evrópskra ríkja í samningum við Kína um fríverslunarsamninga og niðurstaða þeirra samninga gæti verið módel fyrir önnur Evrópulönd.

Marc Lanteigne kennir alþjóðasamskipti við St. Andrews háskóla í Skotlandi. Rannsóknir hans beinast einkum að uppgangi Kína sem pólitísks og efnahagslegs veldis og samskiptum Kína við alþjóðastofnanir. Hann kennir m.a. námskeið um kínversk stjórnmál og utanríkisstefnu. Hann hefur áður kennt við McGill og Dalhousie háskólana í Kanada og starfað við Asia Pacific Foundation þar í landi. Hann er höfundur bókarinnar China and International Institutions: Alternate paths to Global Power og einn ritstjóra China at the Turn of the Millennium: Adaptation and the Reinvention of Legitimacy, auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina og bókakafla um málefni Kína. Hann rannsakar nú endurmótun utanríkisstefnu Kína eftir kalda stríðið og áhrif hennar á Evrópu og Norður-Ameríku.


16. október 2007: Frumkvæði smáríkja í Evrópusambandinu

 

Simone Bunse hélt fyrirlestur um frumkvæði smáríkja í Evrópusambandinu. Umbætur á hinu róterandi forsætishlutverki í Evrópusambandinu drógu fram mikinn mun á afstöðu stórra og smárra aðildarríkja sambandsins til þess. Stærri ríkin reyndu að fá forsætishlutverkið afnumið en hin smærri vörðu það grimmilega. Í fræðiritum er því haldið fram á afgerandi hátt að forsætishlutverkið sé hlutlaust stjórnsýsluverkefni, sem sé sérstaklega mikil fyrirhöfn fyrir minni ríkin. Þetta vekur upp tvær tengdar spurningar, annars vegar þá af hverju forsætið sé orðið svo umdeilt, og hins vegar af hverju smáríki styðji þetta hlutverk svo ákaft? Í fyrirlestrinum er leitað svara við þessum spurningum og litið er sérstaklega á þau pólitísku markmið sem forsætishlutverkið vinnur að um leið og það er metið kerfislægt og eðli þess og áhrif könnuð.

Simone Bunse er lektor við INCAE Viðskiptaháskólann á Kosta Ríka. Hún lauk doktorsgráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í evrópskum stjórnmálum frá Oxford-háskóla. Hún var gestafræðimaður við Vrije Universiteit Brussel og starfaði við rannsóknir hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga sem leiðbeindi gríska forsætisráðherranum, Giorgos Papandreou, þegar Grikkland var í forsæti fyrir Evrópusambandið 2003. Rannsóknir Simone Bunse beinast einkum að forsætishlutverkinu, forystukenningum og evrópskum stjórnmálum. Hún hefur gefið út fræðirit á sviði smáríkja og forystu í Evrópusambandinu og um stjórnarskrársáttmálann. Hún vinnur nú að bókinni ‘Small States and EU Governance: Leadership through the Council Presidency’ sem verður gefin út af Palgrave/MacMillan.

 


15. október 2007: Kína og Bandaríkin – hver ógnar hverjum?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og ASÍS – Asíuver Íslands stóðu saman fyrir hádegisfyrirlestri um samskipti Bandaríkjanna og Kína. Dr. Henry Rosemont, Jr. Er prófessor emeritus í heimspeki og kínverskum fræðum við St. Mary’s College í Maryland hélt fyrirlestur. Erindi hans bar heitið „Bandaríkin og Kína – hver ógnar hverjum? (The US and China – Who Threatens Who?), en í því fjallaði hann t.a.m. um það að mat margra Bandaríkjamanna, þess efnis að þeim stafi efnahagsleg eða hernaðarleg ógn af Kína, sé að miklu leyti röng, en gagnstætt mat Kína á Bandaríkjunum eigi hins vegar fullan rétt á sér. Þá taldi Rosemont að helstu ógnir sem hvort ríki um sig stendur frammi fyrir stafi innan úr ríkjunum sjálfum. Hann færði rök fyrir þessari afstöðu út frá efnahags-, stjórnmála- og hernaðarlegum sjónarmiðum.

Dr. Henry Rosemont Jr. er talinn einn helsti fræðimaður í heims í Konfúsíanmisa. Auk þess að vera prófessor emeritus við St. Mary’s er hann ráðgefandi prófessor við Fudan háskólann í Sjanghæ í Kína. Hann lauk doktorsgráðu í heimspeki frá University of Washington og lagði stund á málvísindi undir leiðsögn Noam Chomsky við MIT í kjölfarið. Hann er höfundur bókanna A Chinese Mirror (1991), Rationality and Religious Experience (2001), Radical Confucianism (væntanleg 2007), og fjölda fræðilegra greina.

 


9. október 2007: Svæðisbundnar alþjóðastofnanir: Öskubuskur eða góðar álfkonur?

Opið málþing á vegum stjórnmálafræðiskorar, Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands.

Samantekt af erindum og umræðum

Dagskrá

Inngangur

Hvað eru svæðisbundnar stofnanir? Hvert er hlutverk þeirra í öryggi, lýðræði og samrunaþróun Evrópu? Alyson J.K. Bailes, gestakennari, stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands.

Viðbrögð
Valur Ingimundarsson, prófessor, sagnfræðiskor Háskóla Íslands

Umræður

Reynslusögur frá Suð-Austur-Evrópu og Svartahafssvæðinu:

(i) Svartahafið
Victoria Popescu, Sendiherra Rúmeníu gagnvart Svíþjóð
(ii) „Central European Initiative“ og samstarf Suð-Austur-Evrópuríkja
Natalia Gherman, Sendiherra Moldavíu gagnvart Svíþjóð

Umræður

Reynslusögur frá Eystrasaltsríkjunum og Norðurlöndum:

Spjall við Kornelíus Sigmundsson, sendiherra

Ávarp: Madeleine Ströje-Wilkens, sendiherra Svíþjóðar gagnvart Íslandi, on behalf of the recent Swedish CBSS Presidency

Umræður og samanatekt
Stjórnandi: Alyson J.K. Bailes

 


14. september 2007: The Source of Wealth in Small States

A conference on the source of wealth in small states


The Irish Experience

Alan Dukes, Director General, Institute for European Affairs
Glærur Alan Dukes: Ireland – The Road to Globalisation

Frank Barry, lecturer, Professor of International Business and Development, Trinity College Dublin.
Glærur Frank Barry: The Internationalisation of the Irish Economy

Paedar Kirby, Professor, International Politics and Public Policy, University of Limerick. Glærur Paeder Kirby: Ireland’s Celtic Tiger: The Social Impact of Economic Growth

Small States as Financial Centres

Georges Baur – Deputy Head of Mission, Mission of Liechtenstein to the EU.
Glærur: Liechtenstein’s Ongoing Economic Success

Brendan Walsh – Professor Emeritus, University College Dublin.
Glærur Brendan Walsh: The Celtic Tiger: Tax Cuts and Economic Reforms in Ireland

Hannes H. Gissurarson – Professor of Political Science, University of Iceland. Glærur Hannesar: The Icelandic Economic Miracle, 1991-2007

Reynsla Promens í útrás
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens. Glærur Ragnhildar

Menningarútflutningur og sköpun

Reynir Harðarson Creative Director, CCP Games
Rakel Garðarsdóttir, Executive Director, Vesturport
Hilmar Sigurðsson, Managing Director, Caoz. Glærur Hilmars
Sóley Stefánsdóttir, Graphic Designer

Upptaka af ráðstefnunni er aðgengileg hér.

 


7. september 2007: Ísland á alþjóðavettvangi – erindi og ávinningur. Alþjóðasamstarf á 21. öld og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

Opnunarmálþing í hátíðasal Háskóla Íslands

Ávörp forsætisráðherra Geirs H. Haarde og utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

Aukin þátttaka Íslands í alþjóðasamstarfi. Hvers vegna og til hvers? 
– Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við H.Í.

Hvert er hlutverk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í upphafi 21. aldar?
– Alyson Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðiskor H.Í.

Auknar valdheimildir öryggisráðsins – er ráðið alþjóðlegur löggjafi?
– Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við H.Í.

 


6. september 2007: Afneitun trúarinnar, fyrrum múslimar og áskoranir pólitísks islams
Maryam Namazie flutti fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar, Siðmenntar – félags siðrænna húmanista og Skeptíkusar. Erindið kallaði hún „Afneitun trúarinnar, fyrrum múslimar og áskoranir pólitísks islams“. Í erindinu ræddi Maryam þróun pólitísks Íslams í Evrópu og leiðir til að vinna gegn áhrifum þess. Hún fjallaði einnig um það hvernig verja þarf algild mannréttindi.

Maryam Namazie fæddist í Teheran en flúði ásamt fjölskyldu sinni árið 1980 í kjölfar klerkabyltingarinnar. Hún er aðgerðarsinni sem berst fyrir mannréttindum, álitsgjafi um Íran, Mið-Austurlönd, réttindi kvenna, menningarlega afstæðishyggju, veraldarhyggju, siðrænan húmanisma, trúarbrögð, Íslam og hina pólitísku hlið Íslam. Einnig er hún talsmaður Council of Ex-Muslims of Britain, hlaut viðurkenninguna Secularist of the Year frá National Secular Society og er heiðursmeðlimur í þeim samtökum. Hún starfar einnig með Third Camp gegn hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og hryðjuverkum múslíma.