Viðburðir haustönn 2008


1. desember 2008: Er Ísland ennþá fullvalda?

Alþjóðamálastofnun og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir málþingi 1. desember 2008 í hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af 90 ára afmæli fullveldis Íslands. Málþingið bar yfirskriftina „Er Ísland ennþá fullvalda?“ Dagskráin evarsvohljóðandi:

13:00 – 13:05 Málþing sett

13:05 – 13:20 Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs
Form, reynd og fullveldi

13:20 – 13:35 Björg Thorarensen, forseti lagadeildar
Fullvalda smáþjóð í kreppu – Er ESB lausnin?

13:35 – 13:50 Þorvaldur Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði
Íslenzkt fullveldi í Evrópu

13:50 – 14:10 Kaffihlé

14:10 – 14:25 Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði
„Það voru falleg sólarlögin á Urðarseli …“ Hugsjónir heiðarbóndans í orðræðunni um íslenskt fullveldi

14:25 – 14:40 Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Sjálfsmynd, ímynd og fullveldi Íslands

14:40 – 15:00 Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður

Upptökur frá fundinum:

Hluti I

Hluti II

Hluti III


24. nóvember 2008: Samningar Íslendinga og Norðmanna vegna veiða úr flökkustofnum 1980-2000

Mánudaginn 24. nóvember hélt Áslaug Ásgeirsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Bates háskóla í Maine í Bandaríkjunum, opinn fyrirlestur undir yfirskriftinni „Samningar Íslendinga og Norðmanna vegna veiða úr flökkustofnum 1980-2000“. Áslaug Ásgeirsdóttir er doktor í stjórnmálafræði frá Washington háskóla í St. Louis, Missouri. Frá árinu 2001 hefur hún kennt við stjórnmálafræðideild Bates háskóla í Maine. Áslaug hefur lagt áherslu á málefni hafsins í fræðum sínum.

Stutt lýsing Áslaugar á efni fyrirlestrarins:
Ef marka má almenna umræðu virðist mikil harka einkenna samskipti Íslendinga og Norðmanna á sviði fiskveiðimála. Samningaviðræður þjóðanna hafa oft og tíðum verið erfiðar og tekið langan tíma. Þar ber líklega hæst deilan um þorskveiðar Íslendinga í Barentshafi, hina svokölluðu Smugudeilu, sem hófst árið 1994 og lauk ekki með samningi fyrr en árið 1999. En það gleymist oft að Norðmenn og Íslendingar hafa náð samkomulagi um skiptingu aflahlutdeildar á fimm flökkustofnum: loðnu, norsk-íslenska síldarstofninum, úthafskarfa, þorski og kolmunna. Þessir samningar sýna að áherslubreyting hefur orðið á íslenskri utanríkisstefnu í fiskveiðimálum undanfarna áratugi. Frá því að efnahagslögsagan var færð út í 200 mílur árið hafa Íslendingar í auknu mæli þurft að semja við grannþjóðir sínar, einkum Norðmenn, um nýtingu sameiginlegra fiskistofna. Íslendingar og Norðmenn undirrituðu fyrsta samninginn um skiptingu loðnustofnsins árið 1980, en fram að því höfðu Íslendingar aldrei samþykkt að deila stofni með annarri þjóð.

Glærur fundarins: Hver fær hvað? Samningaviðræður íslendinga og Norðmanna um veiðar úr flökkustofnum árin 1980-1999

 


14. nóvember 2008: Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóð í þriðja sinn fyrir Degi ungra fræðimanna í Evrópumálum, þar sem ungum og/ eða nýútskrifuðum fræðimönnum gefst tækifæri til að kynna rannsóknarverkefni sín á sviði Evrópufræða.

Fræðimennirnir og umfjöllunarefni þeirra voru eftirfarandi:

Knúið á lokaðar dyr? Sameiginleg hælisstefna Evrópusambandsins
Auður Birna Stefánsdóttir

Mismunun og réttlæti í evrópskum skattarétti
Ragnar Guðmundsson

Áhrif Evrópusambandsins á stefnumótun íslenska raforkumarkaðarins
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir

A search for an explanation model for different integration preferences – A comparison of Iceland and Malta
Yvonne Griep

„Íslendingar fá allt fyrir ekkert”. Samningahegðun og samningsstaða Íslendinga með áherslu á 10 ríkja stækkun ESB árið 2004
Snorri Valsson

Samninganet Íslands og Evrópusambandsins með hliðsjón af mögulegri aðild Íslands að ESB
Anna Margrét Eggertsdóttir

Gasþörf Evrópusambandsríkja, rússnesk orkustefna og deilur Pólverja og Þjóðverja um Nord Stream leiðsluna
Haukur Claessen

Glærur málþingsins: Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum

Grein Auðar Birnu Stefánsdóttur: Sameiginleg hælisstefna Evrópusambandsins

 


5. nóvember 2008: Fjármálakreppan, upprisa Kína og fall Vesturlanda: Ný skipan heimsmála

Miðvikudaginn 5. nóvember var Andrew Cottey, kennari í alþjóðasamskiptum við Cork háskóla, með opinn fyrirlestur undir yfirskriftinni „The Financial Crisis, China´s Rise and the West´s Decline: Welcome to the New World Order“. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir fyrirlestrinum og fundarstjórn var í höndum Alyson Bailes, gestakennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Andrew Cottey kennir við Cork háskóla í Bretlandi. Í fræðum sínum leggur Cottey áherslu á alþjóðasamskipti, öryggismál og stjórnmál Evrópu. Hann hefur meðal annars starfað sem fræðimaður við International Institute for Strategic Studies (IISS), Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI) og North Atlantic Treaty Organization (NATO).

Andrew Cottey er höfundur, meðhöfundur eða ritstjóri eftirfarandi bóka; Reshaping Defence Diplomacy: New Roles for Military Cooperation and Assistance (með Anthony Forster; Oxford, 2004), Soldiers and Societies in Postcommunist Europe: Legitimacy and Change (með Anthony Forster and Timothy Edmunds; Palgrave Macmillan, 2003), The Challenge of Military Reform in Postcommunist Europe: Building Professional Armed Forces (með Anthony Forster and Timothy Edmunds; Palgrave Macmillan, 2002), New Security Challenges in Postcommunist Europe: Securing Europe’s East (með Derek Averre; Manchester, 2002), Democratic Control of the Military in Postcommunist Europe: Guarding the Guards (með Anthony Forster and Timothy Edmunds; Palgrave Macmillan, 2002), Subregional Cooperation in the New Europe: Building Security, Prosperity and Solidarity from the Barents to the Black Sea (Macmillan, 1999), The European Union and Conflict Prevention: The Role of the High Representative and the Policy Planning and Early Warning Unit (Saferworld, 1998), and East-Central Europe After the Cold War: Poland, the Czech Republic, Slovakia and Hungary in Search of Security (Macmillan, 1995).

– Glærur fundarsins: The Financial Crisis, China´s Rise and the West´s Decline: Welcome to the New World Order

 


3. nóvember 2008: Opinn fyrirlestur með Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs

Mánudaginn 3. nóvember hélt Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, opinn fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Iceland and Norway – Neighbours in the High North“. Utanríkisráðuneytið, norska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir fyrirlestrinum. Utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti Jonas Gahr Støre og Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, stýrði fundinum.

Ræða Jonas Gahr Stør (kann að hafa tekið breytingum við flutning):

Iceland and Norway – Neighbours in the High North

 


31. október 2008: McCain vs. Obama: Stefnur forsetaefnanna í efnahags- og utanríkismálum. Pallborðsumræður á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Föstudaginn 31. október stóð Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir pallborðsumræðum um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í stofu 301 í Árnagarði. Í pallborði voru Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, Mike Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við Boston háskóla, Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur og doktorsnemi í kynjafræðum, og Þórlindur Kjartansson, formaður SUS. Rætt var um stefnur forsetaefnanna John McCain og Barack Obama í efnahagsmálum og hvaða áhrif þær gætu haft á umheiminn. Þá voru stefnur forsetaefnanna í utanríkismálum einnig skoðaðar gaumgæfilega, þar á meðal gagnvart stríðinu í Írak, samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu, alþjóðasamvinnu almennt o.fl.


30. október 2008: Framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna

Fimmtudaginn 30. október stóð Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst fyrir málþingi um framtíð Íslands í Norræna húsinu milli 12 og 13.30. Dagskráin var svohljóðandi:

Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA náms í HR
Staða Íslands í aðildarviðræðum við ESB

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst
Leiðin að evrunni – leiðavísir að inngöngu í Myntbandalag Evrópusambandsins og upptöku evru á Íslandi

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ
Er Ísland vanmáttugt og varnarlaust smáríki?

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs
Okkar rússibanareið

Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við HR
Verður hagvöxtur í framtíðinni?

Alyson Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðideild HÍ
The Big Picture: Who are the Winners and Loosers? (flutt á ensku)

Fundarstjóri var Brynhildur Ólafsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Saga Capital.

Efni fundarins:

Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA náms í HR
Staða Íslands í aðildarviðræðum við ESB

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst
Leiðin að evrunni – leiðavísir að inngöngu í Myntbandalag Evrópusambandsins og upptöku evru á Íslandi

Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við HR
Verður hagvöxtur í framtíðinni?

Alyson Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðideild HÍ
The Big Picture: Who are the Winners and Loosers? (flutt á ensku) Handout

 


24. október 2008: Utanríkismál og utanríkisstefna Íslendinga – málstofa Alþjóðamálastofnunar á Þjóðarspegli.

Þann 24. október stóð Alþjóðamálastofnun fyrir málþingi á Þjóðaspegli undir yfirskriftinni Utanríkismál og utanríkisstefna Íslendinga. Hér að neðan má sjá dagskrá málþingsins og gögn tengd því.

Bjarni Már Magnússon, aðjúnkt í lögfræði við Háskólann á Akureyri

* Hernaðarhliðar hafréttarins í íslensku samhengi

Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands

* Mögulegur grundvöllur valdheimilda Sameinuðu þjóðanna sem alþjóðastofnunar með hliðsjón af framkvæmd Alþjóðadómstólsins í Haag

Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

* Áhrif hugmyndafræðis á Evrópustefnu Sjálfstæðisflokksins

Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

* Öryggi úr lausu lofti gripið

Efni fundarsins:

Stutt lýsing á efni allra fyrirlestranna

Bjarni Már Magnússon: Hernaðarhliðar hafréttarins í íslensku samhengi

Pétur Dam Leifsson: Mögulegur grundvöllur valdheimilda Sameinuðu þjóðanna sem alþjóðastofnunar með hliðsjón af framkvæmd Alþjóðadómstólsins í Haag

Silja Bára Ómarsdóttir: Öryggi úr lausu lofti gripið


10. október 2008: Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands gaf út bókina „Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007“ í ágúst sl. Um er að ræða greinasafn í ritstjórn Vals Ingimundarsonar og er bókin gefin út í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag. Í tilefni af útgáfu bókarinnar var haldið opið málþing föstudaginn 10. október þar sem nokkrir höfunda í bókinni kynntu greinar sínar, en þær varða allar breytingar á utanríkisstefnu íslenska ríkisins frá lokum kalda stríðsins.

Hér má sjá dagskrána:

14:00 – 14:03 Silja Bára Ómarsdóttir. Setning málþings

14:03 – 14:15 Valur Ingimundarson. Öryggissamfélag Íslands og Bandaríkjanna, 1991-2006

14:15 – 14:28 Baldur Þórhallsson. Evrópustefna íslenskra stjórnvalda: Stefnumótun, átök og afleiðingar

14:28 – 14:42 Steinunn Hrafnsdóttir. Stefna Íslands gagnvart alþjóðlegum frjálsum félagasamtökum

14:42 – 14:55 Gylfi Zoega. Utanríkisviðskipti Íslands: Stofnanaumhverfi, frumkvöðlakraftur og vægi grundvallaratvinnuvega

14:55 – 15:08 Sigurður Jóhannesson. Stóriðja og hlutverk hins opinbera: Hver er ávinningur Íslendinga af fyrirgreiðslu við erlenda fjárfesta?

15:08 – 15:30 Pallborðsumræður

15:30 – 15:45 Kaffihlé

15:45 – 16:00 Pétur Dam Leifsson. Framkvæmd fyrirmæla Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í íslenskum rétti

16:00 – 16:12 Auður H. Ingólfsdóttir. Umhverfismál og utanríkisstefna: Stefna Íslands í samningum um loftslagsbreytingar

16:12 – 16:25 Gunnar Páll Baldvinsson. Friðargæsla herlausrar þjóðar: Stefnumótun, sjálfsmynd og orðræða.

16:25 – 16:40 Anna Karlsdóttir. Alþjóðlegt ferðaflæði, íslensk ferðamálastefna og eftirlit með ferðamönnum.

16:40 – 17:00 Pallborðsumræður

17:00 Fundi slitið

Fundarstjóri: Silja Bára Ómarsdóttir


30. september 2008: Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót? Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: Aðdragandi og viðbrögð

Þriðjudaginn 30. september hélt Gunnar Þór Bjarnason fyrirlestur um bók sína Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót? Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: Aðdragandi og viðbrögð, sem kom út fyrr í mánuðinum á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar. Að loknu erindi Gunnars tók Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, við og hélt erindi um bókina og umfjöllunarefni hennar. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, stýrði fundinum.

Bókin fjallar um málefni sem hefur verið mikið á döfinni síðustu misserin, þ.e. samskiptin við Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum. Hvers vegna ákvað Bandaríkjastjórn að kalla heim varnarliðið á Keflavíkurvelli? Væri kannski nær að spyrja af hverju herinn var ekki löngu farinn? Hvers vegna voru íslenskir ráðamenn mjög ósáttir við ákvörðun Bandaríkjastjórnar? Voru Íslendingar illa búnir undir brottför hersins? Höfðu íslensk stjórnvöld sofið á verðinum og ekki tekið mark á vísbendingum um að brotthvarf varnarliðsins væri yfirvofandi? Hvernig hefur Íslendingum gengið að bregðast við brottför hersins? Eru varnir Íslands nægilega vel tryggðar? Getur Landhelgisgæslan sinnt þeim verkefnum sem þyrlur Bandaríkjahers gerðu? Hvers vegna ákváðu stjórnvöld að koma á fót Varnarmálastofnun? Ættu Íslendingar að semja um öryggi og varnir við Evrópusambandið? Hverjir eru hinir nýju hornsteinar íslenskra öryggis- og varnarmála?

Höfundurinn Gunnar Þór Bjarnason er BA í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og hefur lokið MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá HÍ. Gunnar hefur kennt við framhaldsskólann í Breiðholti um árabil, og var stundakennari við HÍ í áratug. Hann hefur skrifað greinar um sagnfræði í blöð og tímarit og er höfundur kennslubókar um sögu 20. aldar.


 

23. september 2008: What Final Frontiers for the European Union?

Haustdagskrá Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands hófst með fyrirlestraröð um öryggi og varnir í Evrópu. Þriðjudaginn 23. september fór fram þriðji og jafnframt síðasti fyrirlesturinn í röðinni, þegar Graham Avery, framkvæmdastjóri Trans European Policy Studies Association í Brussel, veitir okkur innsýn í frekari stækkun Evrópusambandsins út frá öryggissjónarmiðum. Fyrirlesturinn ber titilinn ,,What Final Frontiers for the European Union?“

Graham Avery er framkvæmdastjóri Trans European Policy Studies Association í Brussel og aðalráðgjafi við European Policy Centre í Brussel. Hann er einnig Senior Member St. Antony’s College við Oxford háskóla og heiðursframkvæmdastjóri (Honorary Director-General) framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Avery er menntaður í klassískum fræðum og heimspeki frá Oxford háskóla og hóf feril sinn fyrir breska ríkið í landbúnaðar- sjávarútvegs- og matvælaráðuneyti Bretlands. Hann hóf störf við framkvæmdastjórn ESB árið 1973 og hefur því starfað fyrir framkvæmdastjórnina í alls 35 ár, einna helst á sviði landbúnaðarmála, utanríkismála og stækkunar ESB, þar sem hann hefur gegnt veigamiklu hlutverki við stefnumótun sambandsins síðastliðna áratugi.

Avery var gestaprófessor við College of Europe í Varsjá árin 2003-2005, meðlimur alþjóðamálastofnunar Harvard háskóla árin 1986-7, meðlimur Robert Schuman Centre for Advanced Studies við European University Institute í Flórens árin 2002-3, og Sussex European Institute í Bretlandi. Fjöldi greina eftir Avery hafa verið gefnar út, meðal annars í Challenge Europe, European Affairs, International Affairs, World Today, Prospect, European Environment Review, og Journal of Agricultural Economics. Þá var hann meðhöfundur að bókinni The Enlargement of the European Union (1998) og tók þátt í gerð bókanna The Future of Europe: Enlargement and Integration (2004) og The European Union: How Does It Work? (2008).

Efni fundarsins: What Final Frontiers for the European Union?

Fyrirlestur Graham Avery – hlutinn um Ísland og ESB


16. september 2008: Öryggi og varnir í Evrópu: Ungversk sýn

Haustdagskrá Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands hófst með fyrirlestraröð um öryggi og varnir í Evrópu. Þriðjudaginn 16. september fór fram annar fyrirlesturinn í röðinni, þegar Dr. Pál Dunay frá Geneva Centre for Security Policy veitti okkur innsýn í hvernig ríki í Mið-Evrópu líta á öryggisógnir álfunnar.

Dr. Pál Dunay starfar við Geneva Centre for Security Policy (GCSP) sem forstöðumaður International Training Course in Security Policy (ITC). Árið 2007 var hann einnig forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Ungverjalands (Hungarian Institute of International Affairs). Frá miðju ári 2004 til byrjun árs 2007 starfaði hann við rannsóknarstörf við Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI). Áður en Dr. Dunay hóf störf við GCSP starfaði hann sem aðstoðarkennari og síðar aðjunkt við Alþjóðalagadeild Eötvös Loránd háskóla í Búdapest. Árið 1991 starfaði Dr. Dunay fyrir ungverska utanríkisráðuneytið, sem skrifstofustjóri öryggisstefnudeildar ráðuneytisins.

Glærur fundarsins: European Security: A View from East-central Europe


9. september 2008: Öryggi í Evrópu: Suðræn sýn

Haustdagskrá Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands hófst með fyrirlestraröð um öryggi og varnir í Evrópu 9. september nk. Ríki Evrópusambandsins hafa mjög ólíka sýn á öryggis- og varnarmál sem skýrist gjarnan af mismunandi stærð þeirra, staðsetningu innan álfunnar og hversu lengi þau hafa verið aðildarríki ESB. Mörg af þessum ríkjum draga í efa getu Evrópusambandsins til að leysa öryggisógnir álfunnar og líta gjarnan frekar til Bandaríkjanna í þeim efnum. Þá sjá mörg ríki Rússland sem stærstu ógn Evrópu en hafa mismunandi hugmyndir um hvernig sé best að bregðast við henni.

Fyrsti fyrirlesturinn var í höndum Giovanni Gasparini frá Alþjóðamálastofnuninni í Róm (Istituto Affari Internazionali) sem veitti okkur innsýn í hvernig ríki í Suður-Evrópu líta á öryggisógnir álfunnar.

Giovanni Gasparini er öryggis- og varnarmálasérfræðingur við Alþjóðamálastofnunina í Róm. Gasparini er menntaður í hagfræði og í fræðum sínum leggur hann meðal annars áherslu á varnarmálahagfræði, herkænsku, Atlantshafsbandalagið, öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins, öryggi í geimnum, og samskipti Bandaríkjanna og Evrópu. Gasparini hefur einnig starfað fyrir ítalska flugherinn sem fræðimaður við miðstöð herkænskufræða (Centro Militare Studi Strategici) innan varnarmálaráðuneytis Ítalíu, þar sem hann veitir ennþá ráðgjöf. Þá hefur hann verið gestafræðimaður við EE-ISS (European Union Institute for Security Studies) og SIPRI (Stockholm International Peace Research Institute).

Glærur Giovanni Gasparini