Framtíð Íslands fundaröð vor 2009

Fimmtudaginn 29. janúar 2009 hófst vordagskrá Alþjóðamálastofnunar með opnun á fundaröð sem bar yfirskriftina „Framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna“. Fundirnir voru alls tíu talsins og fóru fram hálfsmánaðarlega. „Framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna“ er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og allra háskóla landsins. Verkefninu var ætlað að styrkja umræðu um alþjóðamál sem varða velferð og hag þjóðarinnar. Boðið var upp á fundaraðir og einstaka viðburði í öllum háskólum landsins sem lauk síðan með sameiginlegri alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík 14. maí. Á þessari síðu er að finna efni fundanna; glærur, greinar, upptökur o.fl. Framtíð Íslands
Fyrsti fundur: Staða smáríkja í EvrópuFyrsti fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar fór fram fimmtudaginn 29. janúar og bar heitið „Staða smáríkja í Evrópu“. Fyrirlesarar voru þeir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Clive Archer, prófessor í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan University í Englandi. Baldur fjallaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins, og Clive tók fyrir viðbrögð smáríkja við áföllum, með sérstakri áherslu á Ísland.Glærur Dr. Clive Archer
Ísland eitt eftir án skjóls: Hvernig verjast smáríki ytri áföllum? Grein eftir Baldur Þórhallsson sem birtist í Fréttablaðinu 22. janúar


Annar fundur: Norðurlandasamstarf og samvinna Norðurlanda á alþjóðavettvangiAnnar fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 12. febrúar undir heitinu „Norðurlandasamstarf og samvinna Norðurlanda á alþjóðavettvangi“. Fyrirlesarar voru þær Alyson Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Gunnhildur Lilý Magnúsdóttir, stundakennari og doktorsnemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og gestafræðimaður við Háskólann í Lundi, og Elisabeth Johansson-Nogués, fræðimaður við Institut Universitari d’Estudis Europeus á Spáni og Utrikespolitiska Institutet í Stokkhólmi. Alyson Bailes fjallaði um Norðurlandasamvinnu og samstarfið við Evrópu, Gunnhildur Lillý Magnúsdóttir tók fyrir áhrif Norðurlandanna innan ESB, og Elisabeth Johansson-Nogués ræddi um „The Northern Dimension Policy“, sem er samstarfsvettvangur ESB, Íslands, Noregs og Rússlands um málefni norðurslóða.Upptaka af fundinum
Glærur Alyson Bailes
Glærur Elisabeth Johansson-Nogués
Glærur Gunnhildar Lily Magnúsdóttur


Þriðji fundur: Efnahagslegt öryggi smáríkjaÞriðji fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 26. febrúar undir heitinu „Efnahagslegt öryggi smáríkja“. Fyrirlesarar voru þeir Rainer Kattel, stjórnmálafræðiprófessor við Tallinn University of Technology í Eistlandi, Gylfi Zoёga, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Jónas H. Haralz, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri. Jónas H. Haralz fjallaði um aðild Íslands að alþjóðlegum viðskipta- og fjármálasamtökum, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Alþjóðaviðskiptastofnuninni og tengsl við Evrópusambandið, Gylfi Zoёga fjallaði um reynslu Íslendinga af sjálfstæðri peningamálastefnu, og Rainer Kattel tók fyrir fjárhagslega veikleika smáríkja. Efni frá fundinum er að finna á heimasíðu fundaraðarinnarUpptaka af fundinum
Glærur Gylfa Zoёga
Glærur Rainer Kattel


Fjórði fundur: Sveitarfélögin og ESB: Felast tækifæri í Evrópusambandsaðild?Fjórði fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 12. mars undir heitinu „Sveitarfélögin og ESB: Felast tækifæri í Evrópusambandsaðild?“. Fyrirlesarar voru Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði og ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Efni fundarins má finna hér að neðan.Glærur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur


Fimmti fundur: Nú erum við að tala saman! Samningatækni og samningahegðun ríkjaFimmti fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 26. mars undir heitinu „Nú erum við að tala saman! Samningatækni og samningahegðun ríkja“. Fyrirlesarar voru Pavel Telicka sem var aðalsamningamaður Tékklands í aðildarviðræðum við ESB og vinnur nú sem ráðgjafi í Brussel, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði fyrst um áætlanagerð og markmiðasetningu fyrir vel heppnaðar samningaviðræður og svo tók Pavel Telicka við og ræddi um reynslu sína í aðildarviðræðum við ESB, bæði frá sjónarhorni tilvonandi aðildarríkis og Evrópusambandsins.Glærur Silju Báru


Sjötti fundur: Áhrif Evrópusambandsaðildar á landbúnaðar- og byggðamálSjötti fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 16. apríl undir heitinu „Áhrif Evrópusambandsaðildar á landbúnaðar- og byggðamál“. Fyrirlesarar voru John Bensted-Smith, framkvæmdastjóri landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu, og Yves Madre, landbúnaðarfulltrúi frönsku fastanefndarinnar gagnvart ESB. John Bensted-Smith ræddi um landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP), og hvaða ferli tilvonandi aðildarríki ESB fara í gegnum áður en þau verða hluti af henni. Yves Madre fjallaði um reynslu Frakklands og þær áskoranir sem felast í sameiginlegri landbúnaðarstefnu. Efni fundarins má finna hér að neðan.Glærur John Bensted-Smith
Glærur Yves Madre


Sjöundi fundur: Þarf að sækja strax um aðild að ESB?Sjöundi fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 30. apríl, undir heitinu „Þarf að sækja strax um aðild að ESB?“.Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að sækja strax um aðild að ESB, þar sem að erfiðara gæti verið fyrir Ísland að ná góðum samningi og jafnvel að komast inn á síðari tímapunkti. Á hinn bóginn halda margir því fram að ESB aðild sé engin skyndilausn, í ljósi þess að bæði aðildarviðræður og upptaka evrunnar taki langan tíma á meðan að vandi Íslands sé bráður. Á málþinginu tókust fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi á um þessi mál eftir að Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins (SI) höfðu haldið stutta framsögu. Í pallborði voru Lilja Skaftadóttir fyrir Borgarahreyfinguna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrir Framsóknarflokkinn, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fyrir Vinstrihreyfinguna- grænt framboð, og Illugi Gunnarson fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Fundarstjóri var Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Fyrirhugaður fundur um sjávarútvegsstefnu ESB sem átti að fara fram á umræddum degi frestast um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum ástæðum.

Glærur Bjarna Más Gylfasonar


 

Áttundi fundur: Hvað er framundan í öryggis- og varnarmálum?Áttundi fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um
smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn
7. maí undir heitinu „Hvað er framundan í öryggis- og varnarmálum?“.
Fyrirlesarar voru Anders Wivel, dósent í stjórnmálafræði við
Kaupmannahafnarháskóla, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við
stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Silja Bára fór yfir hugmyndir fræðimanna um öryggissamfélag
Norðurlandanna og spurði hvort það sé í raun og veru til. Þá ræddi hún
ólík viðhorf Norðurlandanna til aukins norræns samstarfs á sviði
öryggis- og varnarmála og hvaða áhrif það gæti haft á Ísland. Anders
Wivel ræddi um áskoranir og tækifæri smáríkja á sviði öryggis- og
varnamála innan Evrópusambandsins, með sérstaka áherslu á þær leiðir
sem eru áhrifaríkastar til að hafa áhrif á öryggis- og varnarmálastefnu
sambandsins.


Níundi fundur og jafnframt lokafundur: Staða smáríkja í alþjóðasamfélaginuNíundi og jafnframt lokafundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fer fram fimmtudaginn 14. maí undir heitinu „Staða smáríkja í alþjóðasamfélaginu“. Fundurinn stendur yfir frá kl. 13 til 16. Fyrirlesarar lokafundarins eru Herman Schwartz, prófessor við stjórnmálafræðideild Virginíu háskóla í Bandaríkjunum, Graham Avery, heiðursfélagi St. Antonys College við Oxford háskóla og heiðursframkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar ESB, Alyson JK Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Peadar Kirby, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Limerick háskóla í Írlandi, og Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Að loknum fundi er fundargestum boðið til móttöku í rýminu fyrir framan Hátíðarsal í boði sendiráðs Bandaríkjanna. Sjá dagskrá fundarins og efni hans hér að neðan.Myndbandsupptaka af fundinum – Fyrri hluti

Myndbandsupptaka af fundinum – Seinni hluti

Glærur fundarins

 

Staða smáríkja í alþjóðasamfélaginu

13:00 Opnun fundar

13:05 American Power, Housing Finance, and the Small States

Herman Schwartz, prófessor við stjórnmálafræðideild Virginiu háskóla í Bandaríkjunum

13:25 Membership of the European Union: What to expect from Brussels

Graham Avery, heiðursfélagi St. Antonys College við Oxford háskóla og heiðursframkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar ESB

13:45 The EU as a Strategic Shelter for Small States?

Alyson JK Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

14:05 Kaffihlé

14:25 The Collapse of the Celtic Tiger: Probing the Weaknesses of Ireland’s Development Model

Peadar Kirby, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Limerick háskóla á Írlandi

14:45 Economic policy in Iceland: Where do we go from here?

Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík

15:05 Pallborðsumræður

Allir ræðumenn og Baldur Þórhallsson, formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki

15:50 Lokaorð

Pia Hansson,forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki

16:00 Móttaka

Fundarstjóri: Kristín A. Árnadóttir, sendiherra og skrifstofustjóri yfirstjórnar utanríkisráðuneytisins