Fundaröð: Samningatækni og samningahegðun – Upptaka og glærur

|
Fimmti fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 26. mars undir heitinu „Nú erum við að tala saman! Samningatækni og samningahegðun ríkja". Fyrirlesarar voru Pavel Telicka sem var aðalsamningamaður Tékklands í aðildarviðræðum við ESB og vinnur nú sem ráðgjafi í Brussel, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði fyrst um áætlanagerð og markmiðasetningu fyrir vel heppnaðar samningaviðræður og svo tók Pavel Telicka við og ræddi um reynslu sína í aðildarviðræðum við ESB, bæði frá sjónarhorni tilvonandi aðildarríkis og Evrópusambandsins. Efni fundarins má finna á heimasíðu fundaraðarinnar.
|