Sjötti fundur fundaraðar: Áhrif ESB aðildar á landbúnaðar- og byggðamál. Efni komið á heimasíðu fundaraðar

Fundur VI
Sjötti fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fór fram fimmtudaginn 16. apríl undir heitinu „Áhrif Evrópusambandsaðildar á landbúnaðar- og byggðamál“. Fyrirlesarar voru John Bensted-Smith, framkvæmdastjóri landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu, og Yves Madre, landbúnaðarfulltrúi frönsku fastanefndarinnar gagnvart ESB. John Bensted-Smith ræddi um landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP), og hvaða ferli tilvonandi aðildarríki ESB fara í gegnum áður en þau verða hluti af henni. Yves Madre fjallaði um reynslu Frakklands og þær áskoranir sem felast í sameiginlegri landbúnaðarstefnu. Efni fundarins má finna á heimasíðu fundaraðar