Styrkafhending til lokaverkefna meistaranema á sviði öryggis- og varnarmála

VMSÍ styrkir afhentir

Styrkir til lokaverkefna meistaranema á sviði öryggis- og varnarmálavoru afhentir í húsakynnum Varnarmálastofnunar Íslands á Miðnesheiðimánudaginn 20. apríl sl. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands ogVarnarmálastofnun standa fyrir styrkjunum. Styrkhafar voru að þessusinni tveir, Nanna Rún Ásgeirsdóttir fyrir verkefni sitt umstjórnmálalega, efnahagslega og hernaðarlega þróun í þeim ríkjum Afríkusem Ísland á í þróunarsamstarfi við og Atli Ísleifsson fyrir verkefnisitt um landfræðipólitík (e. geopolitics) norðurslóða.

Markmið styrkjanna er að gefa nemendum á meistarastigi tækifæri til að vinna að rannsóknum sem í senn standast ítrustu fræðilegu kröfur og beina sjónum að hagnýtum og knýjandi spurningum er varða varnar- og öryggismál Íslands. Styrkupphæðin er 425.000 og verður úthlutað til þriggja mánaða. Við úthlutun styrksins var horft til fræðilegs og hagnýts gildis verkefnisins og skýrleika rannsóknaráætlunarinnar.

Á mynd, frá vinstri: Nanna Rún Ásgeirsdóttir, Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, og Atli Ísleifsson.