Þarf að sækja strax um aðild að Evrópusambandinu? Sjöundi fundur fundaraðar

Fundur VII

Sjöundi fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um
smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fer fram
fimmtudaginn 30. apríl, undir heitinu „Þarf að sækja strax um aðild að
ESB?“. Fundurinn fer fram í stofu 132 í Öskju en ekki í HT104 eins og
fyrri fundir í fundaröð.

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að sækja strax
um aðild að ESB, þar sem að erfiðara gæti verið fyrir Ísland að ná
góðum samningi og jafnvel að komast inn á síðari tímapunkti. Á hinn
bóginn halda margir því fram að ESB aðild sé engin skyndilausn, í ljósi
þess að bæði aðildarviðræður og upptaka evrunnar taki langan tíma á
meðan að vandi Íslands sé bráður. Á málþinginu munu fulltrúar þeirra
stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi takast á um þessi mál eftir að
Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra
útvegsmanna (LÍÚ), og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Samtökum
iðnaðarins (SI) hafa haldið stutta framsögu. Í pallborði verða Lilja
Skaftadóttir fyrir Borgarahreyfinguna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
fyrir Framsóknarflokkinn, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fyrir Vinstrihreyfinguna- grænt framboð,
og Illugi Gunnarson fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Fundarstjóri er Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Fyrirhugaður fundur um sjávarútvegsstefnu ESB sem átti að fara fram á
umræddum degi frestast um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum ástæðum.