Hvað er framundan í öryggis- og varnarmálum? Áttundi fundur fundaraðar

Fundur VIII

 

Áttundi fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um
smáríki um framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna fer fram fimmtudaginn
7. maí undir heitinu „Hvað er framundan í öryggis- og varnarmálum?“.
Fyrirlesarar eru Anders Wivel, dósent í stjórnmálafræði við
Kaupmannahafnarháskóla, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við
stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram í stofu 132 í
Öskju en ekki í HT104 eins og flestir fyrri fundir í fundaröð.

Silja Bára fer yfir hugmyndir fræðimanna um öryggissamfélag
Norðurlandanna og spyr hvort það sé í raun og veru til. Þá ræðir hún
ólík viðhorf Norðurlandanna til aukins norræns samstarfs á sviði
öryggis- og varnarmála og hvaða áhrif það gæti haft á Ísland. Anders
Wivel ræðir um áskoranir og tækifæri smáríkja á sviði öryggis- og
varnamála innan Evrópusambandsins, með sérstaka áherslu á þær leiðir
sem eru áhrifaríkastar til að hafa áhrif á öryggis- og varnarmálastefnu
sambandsins.

Málþingið fer fram á ensku og er opið öllum.