Opinn fyrirlestur Thorvalds Stoltenberg

Stoltenberg
Miðvikudaginn 27. maí heldur Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, fyrirlestur um skýrslu sína „Nordic Cooperation on Foreign and Security Policy“, sem kom út í febrúar sl. Í skýrslunni leggur Stoltenberg meðal annars til að Norðurlöndin axli sameiginlega ábyrgð á loftrýmisgæslu við Ísland. Þá mælir Stoltenberg fyrir nánara samstarfi Norðurlandanna, m.a. á sviði öryggis- og varnarmála, við friðaruppbyggingu og friðarumleitanir, öryggismál á Norðurslóðum, loftrýmis- og landhelgisgæslu, og með samvinnu í rekstri sendiráða. Að loknu erindi Stoltenberg munu Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Alyson Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, deila sinni sýn á efni skýrslunnar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður.