Fyrirlestur Lord William Wallace

Lord William Wallace

Föstudaginn 12. júní heldur Lord William Wallace, þingmaður lávarðadeildar breska þingsins og heiðursprófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Europe from the Atlantic to the Black Sea: How does Iceland fit in?" Fyrirlesturinn er haldinn á vegum English-Speaking Union of Iceland og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Lord William Wallace er varaformaður frjálslyndra demókrata í lávarðadeild breska þingsins, og talsmaður utanríkismála. Þá er hann heiðursprófessor í alþjóðasamskiptum við London School of Economics og stjórnarformaður Centre for the Study of International affairs, Diplomacy, and Grand Strategy við skólann (LSE IDEA). Wallace er þekktur sérfræðingur í Evrópumálum. Fyrirlestur hans fjallar um hvað skilgreini Evrópu í dag, hvert Evrópusambandið stefni og hver örlög Íslands yrðu hugsanlega í því ferli.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður.