Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB

Miðvikudaginn 9. september heldur Olli Rehn, framkvæmdastjóri
stækkunarmála hjá Evrópusambandinu, erindi um viðhorf Evrópu til
Íslands í tengslum við aðildarumsóknina. Fundurinn fer fram í Norræna
húsinu frá kl. 10.30 til 11.30. Össur Skarphéðinsson,
utanríkisráðherra, opnar fundinn og fundarstjóri er Baldur Þórhallsson,
stjórnmálafræðiprófessor og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum.