ESB aðildarviðræður Íslands: Grein eftir Graham Avery

Innan Evrópusambandsins hefur umræðan um hversu hratt Ísland gæti hugsanlega gengið í sambandið farið vaxandi. Í grein sem European Policy Center birti nýverið færir Graham Avery, heiðurframkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Evópusambandsins og heiðursfélagi St. Antonys College við Oxford háskóla, rök fyrir því að Ísland hafi nú þegar fullnægt þeim skilyrðum sem sett eru fyrir aðild og að ESB skuli meta umsóknina af verðleikum. Ísland skuli hljóta sanngjarna meðferð, ef ekki hraða meðferð. Þá hvetur Avery ríkisstjórn Íslands til að byrja strax að undirbúa jarðveginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild.

Grein Avery má finna hér: Coming in from the cold