Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands
standa fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri sem ber
yfirskriftina Evrópa: Samræður við fræðimenn. Á hverjum föstudegi munu
fræðimenn við Háskóla Íslands kynna rannsóknir sínar sem tvinna saman
Ísland og Evrópu í víðu samhengi. Rannsóknirnar tengjast ríkjum og
stofnunum Evrópu frá mismunandi sjónarhornum. Að auki fléttast inn í
fundaröðina ráðstefnur á vegum stofnunarinnar og heimsóknir erlendra
gesta. Fundirnir fara fram í stofu 103 á Háskólatorgi frá kl. 12 til 13
alla föstudaga í vetur, nema annað sé tekið fram.
Meistaranemendur í frétta- og blaðamennsku við HÍ skrifa umsagnir um fundina. Afraksturinn er birtur hér fyrir neðan.
Nánari upplýsingar veitir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki, í tölvupósti ams@hi.is eða í síma 525-5262.
Sjá hér dagskrá fundaraðarinnar.
Fundaröð um Evrópumál
Föstudaginn 3. september:The Missing Link in EU Democracy?
Maximilian Conrad, nýráðinn lektor í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Föstudaginn 10. september: Evrópuvæðing á Íslandi: Getur Ísland haft áhrif á stefnumótun ESB og hvernig er stefnum Evrópusambandsins framfylgt á Íslandi?
Jóhanna Jónsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Cambridge (doktorsvörn 14. september)
Föstudaginn 17. september: Is the EU and will it ever be a Defence Alliance?
Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Föstudaginn 24. september: Málstefna Evrópusambandsins og áhrif hennar á tungu smáþjóða
Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands
Föstudaginn 1. október: Evrópskir þjóðardýrðlingar
Jón Karl Helgason, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands
Föstudaginn 8. október: Jafnrétti og bann við mismunun: Íslenskur og evrópskur réttur
Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands
Föstudaginn 15. október: 15 Years On. Finland and Sweden in the European Union. Heilsdagsráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Í samstarfi við Evrópufræðasetrið í Stokkhólmi og Alþjóðamálastofnun Finnlands. Sjá dagskrá.
Föstudaginn 22. október: Sameiginlegir fiskveiðihagsmunir Íslands og Noregs gagnvart Evrópusambandinu
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Föstudaginn 29. október: Þjóðarspegillinn, ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum. Sjá dagskrá á vefsíðu Félagsvísindasviðs http://www.fel.hi.is/
Föstudaginn 5. nóvember: Nánar auglýst síðar
Föstudaginn 12. nóvember: Nordic Societies and European Integration. Heilsdagsráðstefna í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu. Sjá dagskrá.
Föstudaginn 19. nóvember: Framtíð hinna dreifðu byggða. Fámenn og harðbýl svæði í stefnu og stuðningi ESB.
Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Föstudaginn 26. nóvember: Iceland’s Application for EU Membership – A View from Brussels
Graham Avery, ráðgjafi og heiðursframkvæmdastjóri ESB
Aðildarumsókn Íslands
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Dagsetning og staðsetning nánar auglýst síðar.
Haldið verður áfram með fundaröðina á vormisseri