Fyrirlestur Gerald J. Austin

Geral J Austin Mánudaginn 30. nóvember milli klukkan 12 og 13 í stofu 102 á Háskólatorgi heldur Gerald J. Austin, pólitískur ráðgjafi frá Bandaríkjunum, opinn fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar og viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "The Obama Presidency: A Review of his Historic Campaign and Evaluation of his First Year as President".

Í erindinu verður rætt hvernig þjóð sem kaus George W. Bush tvisvar í forsetaembætti gat kosið Barack Obama. Hvernig gat Obama borið sigurorð af Hillary Clinton og John McCain? Og hvernig tókst honum að safna 650 milljónum dollara?

Gerald J. Austin á langan feril að baki sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum. Hann hefur t.d. starfað fyrir Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þingmennina Gary Hart, Paul Tsongas, Carol Moseley Braun, Jesse Jackson og Barack Obama. Hann var kosningastjóri fyrir Jesse Jackson í forsetakosningunum 1988 og einn af aðalráðgjöfum Paul Tsongas í prófkjöri Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 1992. Austin hefur einnig starfað utan Bandaríkjanna sem pólitískur ráðgjafi og við kosningaeftirlit.