Fyrirlestur Andrew Cottey: Kostir og gallar ESB aðildar

Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum
fundi með Dr. Andrew Cottey, Jean Monnet Prófessor í Evrópufræðum við
University College Cork á Írlandi. Fundurinn ber yfirskriftina „Kostir
og gallar ESB aðildar: Frá sjónahorni Bretlands og Írlands". Cottey
hefur starfað hjá International Institute for Strategic Studies og
Friðarrannsóknarstofnuninni í Stokkhólmi (SIPRI). Hann er sérfræðingur
í alþjóðasamskiptum, öryggis- og varnarmálum og evrópskum stjórnmálum
og hefur gefið út margar rannsóknargreinar á þessum sviðum. Bók hans
"Security in the New Europe" er notuð sem kennslubók í
alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.

Cottey ætlar að fjalla um eigin afstöðu til kosti og galla
Evrópusambandsaðildar fyrir ríki. Hann er breskur ríkisborgari sem
hefur búið um árabil á Írlandi og hefur þar af leiðandi haft góð tök á
að skoða málefnið frá sjónarhorni ríkja af mismunandi stærðargráðu og
ekki síst út frá því hvaða áhrif stærðarmunurinn kann að hafa á afstöðu
fólks til ESB aðildarinnar.

Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, er fundarstjóri.

Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.