Fyrirlestur Vladimir Spidla, framkvæmdastjóra ESB í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum

 

 

 

Alþjóðamálastofun Háskóla Íslands og fastanefnd Evrópusambandsins
gagnvart Íslandi boða til fundar með Vladimir Spidla, framkvæmdastjóra
Evrópusambandsins í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum, miðvikudaginn
11. nóvember frá kl. 12 – 12:45 í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Spidla
mun fjalla um aðgerðir Evrópusambandsins í atvinnumálum og hvaða úrræði
sambandið ætlar að beita í baráttunni gegn atvinnuleysi. Fundarstjóri
er Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar.