Beinta i Jákupstovu: Utanríkisstefna Færeyja

Fimmtudaginn 12.nóvember milli klukkan 12 og 13 flytur Beinta i Jákupstovu, dósent í stjórnmálafræði við Fróðskaparsetur Færeyja og stundakennari við Molde háskóla í Noregi, erindi sem ber beitið ‘Latest developments in Faroese foreign affairs: a non-sovereign state in the international arena’. Beinta mun fjalla um nýlega þróun í utanríkismálum Færeyja, þar á meðal nýstofnaða nefnd sem skoðar hugsanlegar breytingar á samskiptum Færeyja við Evrópusambandið.

Fundarstjóri er Alyson JK Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Léttar veitingar verða í boði frá kl. 11.30.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum.