Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum IV

Föstudaginn 20. nóvember fer fram Dagur ungra fræðimanna íEvrópumálum, á vegum Alþjóðamálastofnunar og Samtaka iðnaðarins.Málþingið verður í fyrirlestrarsal 132 í Öskju, frá klukkan 13 til 16.

Dagskráin er svohljóðandi:

13:00 Málþing opnað
Fundarstjóri Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

13:05 Opnunarávarp
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

13:10 Hversu Evrópuvædd eru íslensk sveitarfélög?
Jóhanna Logadóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands með áherslu á Evrópufræði

13:30 Rétturinn til aðgangs að gögnum hjá Evrópusambandinu
Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur

13:50 Stefnur og stofnanir upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins í ESB-löndunum og Íslandi
Bergljót Gunnlaugsdóttir, MA í Evrópufræðum frá Háskólanum á Bifröst, forstöðumaður bókasafns Flensborgarskóla

14:10 Kaffihlé – bóksala Alþjóðamálastofnunar!

14:40 Vestræn samvinna og öryggis- og varnarmálastefna ESB
Vilborg Ása Guðjónsdóttir, MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun

15:00 Evrópuvæðing utanríkis-, öryggis- og varnarmála
Margrét Cela, doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Lapplandi

15:20 Umræður – frummælendur svara fyrirspurnum úr sal

15:50 Evrópustyrkir Samtaka iðnaðarins og Alþjóðamálastofnunar
Baldur Þórhallsson, stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar

16:00 Málþingi slitið