Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum: Útvarpsþáttur á Rás 1 laugardaginn 9. janúar

Í þættinum Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum á Rás 1 laugardaginn 9. janúar nk. er rætt við fimm ungar fræðikonur sem kynntu rannsóknir sínar á degi ungra fræðimanna í Evrópumálum hinn 20. nóvember síðastliðinn. Dagurinn var haldinn í fjórða sinn en hann er samstarfverkefni Alþjóðamálastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Tilgangurinn með deginum er að skapa vettvang fyrir unga fræðimenn til að kynna rannsóknir sínar á sviði Evrópufræða. Í þetta skipti voru þátttakendur frá tveimur háskólum: Háskóla Íslands og háskólanum á Bifröst. Fimm konur kynntu rannsóknir sínar en þær eru á fjórum fræðasviðum: Evrópufræðum, alþjóðasamskiptum, lögfræði og stjórnsýslufræðum. Einnig er rætt við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands. Umsjón hefur Edda Jónsdóttir.