Hlutverk Sameinuðu þjóðanna í valdaskiptum heimi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, kanadíska sendiráðið á Íslandi og
English-Speaking Union of Iceland boða til fundar með Patrick Whittman,
yfirmanni málefna Sameinuðu þjóðanna í utanríkisráðuneyti Kanada,
fimmtudaginn 21. janúar frá kl. 12:00 til 13:00 í fyrirlestrarsal 132 í
Öskju. Wittman mun fjalla um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í valdaskiptum
heimi. Fundarstjóri er Alan Bones, sendiherra Kanada á Íslandi.

Patrick
Wittman hefur starfað í utanríkisþjónustu Kanada frá árinu 1995, og sem
yfirmaður málefna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2006. Þar áður starfaði
hann meðal annars í Mósambík fyrir Sameinuðu þjóðirnar, fyrir kanadísku
þróunarsamvinnustofnunina (CIDA) og fyrir Alþjóðasamvinnuráð Kanada
(CCIC). Patrick lauk BA gráðu frá Toronto háskóla og MA gráðu í
alþjóðasamskiptum frá Oxford háskóla.

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.