Opið námskeið Alyson JK Bailes: ‘Non-State Actors and Non-Military Security’

Þriðja árið í röð stendur Alyson Bailes, aðjunkt við
stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fyrir opnu námskeiði sem ber heitið
‘Non-State Actors and Non-Military Security’. Þátttakendur geta sótt námskeiðið
sér að kostnaðarlausu og ekki er þörf að skrá sig í námskeiðið. Ekki er um
skyldumætingu að ræða og því eru áhugasamir hvattir til að taka þátt þegar þeir
hafa tök á.

Námskeiðið er
hluti af meistaranámi við Háskóla Íslands í
alþjóðasamskiptum og samanstendur af 13 fyrirlestrum frá kl. 13.20 til
15.40 á
föstudögum í stofu 311 í Árnagarði. Tímarnir eru vikulega og hefjast
föstudaginn 22. janúar. Í páskavikunni verður enginn tími. Hér á
heimsíðu Alþjóðamálastofnunar má finna námsefni fyrir námskeiðið. Þau
sem ekki eru
skráð í áfangann en sækja fyrirlestra geta sótt gögn þar. Einnig má þar
finna nánari upplýsingar um námskeiðið. Sjá http://hi.is/ams/opid_namskeid

Að gefnu tilefni kynnir Alþjóðamálastofnun nýja
útgáfu í ritröð Rannsóknaseturs um smáríki eftir Alyson JK Bailes sem heitir „Does a Small State Need a Strategy?". Vefútgáfu
af ritinu má finna hér:
Does a Small State Need a Strategy?