Diana Wallis um Icesave, Ísland og Evrópusambandið – fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12

Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, heldur erindi á vegum Alþjóðamálastofnunnar fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12 í sal 132 í Öskju. Diana fjallar um Icesave, Ísland og Evrópusambandið og veltir fyrir sér hver á skuldina. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Diana Wallis hefur setið á Evrópuþinginu frá því árið 1999 og verið varaforseti þingsins frá því í desember 2006. Wallis hefur lengi haft mikinn áhuga á málefnum Norðurlandanna og var kosin forseti fastanefndar Evrópuþingsins gagnvart Íslandi, Noregi og Sviss í september 2004. Þá var hún einnig kosin forseti sameiginlegu EES þingnefndarinnar í september 2004 og þeirri stöðu gegndi hún í þrjú ár.

Wallis skrifaði bókina ,,Forgotten Enlargement: Future EU Relations with Iceland, Switzerland and Norway“ ásamt Stewart Arnold and Ben Idris Jones. Bókin seldist mjög vel og var endurútgefin í október 2004.

Wallis hefur verið fulltrúi Evrópuþingsins á fundum Norðurlandaráðsins, þingmannaráðs landa við eystrasalt (the Baltic Sea Parliamentarians Conference), og fastanefnd þingmanna í Norðurskautslöndum.