Michael T. Corgan: Nýtt öryggishugtak?

Mánudaginn
15. febrúar nk. kl. 12:00 mun Michael T. Corgan, dósent í
alþjóðasamskiptum við Boston University, flytja opinn fyrirlestur í
Lögbergi stofu 101 á vegum stjórnmálafræðideildar og
Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „What Does
the US Mean When It Says „Security“?“ Þar mun Corgan m.a. fjalla um
útvíkkun öryggishugtaksins, nýtt stigveldi ógnana, sem og stöðu Íslands
gagnvart Bandaríkjunum.

Michael T. Corgan er dósent í
alþjóðasamskiptum við Boston University og sérhæfir sig m.a. í
alþjóðlegum öryggismálum. Corgan hefur oft á tíðum haldið fyrirlestara
við Háskóla Íslands og verið stundakennari við stjórnmálafræðideild HÍ.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.