Úkraína í kjölfar kosninga. Hádegisfundur með Dr. Arkady Moshes.

Dr. Arkady Moshes, yfirmaður Rússlandsdeildar Alþjóðamálastofnunar Finnlands, heldur erindi um nýafstaðnar kosningar í Úkraínu í hádeginu fimmtudaginn 8. apríl frá kl. 12 til 13 í sal 105 á Háskólatorgi.

Dr. Moshes er rússneskur fræðimaður sem starfar hjá Alþjóðamálastofnun Finnlands (FIIA). Frá árinu 2002 hefur hann haft yfirumsjón með málefnum Rússlands í svæðisbundnu- og alþjóðlegu samhengi og vinnur nú að rannsóknum á samskiptum Evrópusambandsins og Rússlands. Áður hefur Dr. Moshes gegnt rannsóknarstöðum í Rússlandi við Institute of Europe of the Russian Academy of Sciences. Dr. Moshes útskrifaðist með doktorsgráðu í sögu alþjóðasamskipta frá Academy of Sciences of the Union of Soviet Socialist Republics árið 1992. Rannsóknir og skrif hans hafa beinst að stefnumálum Rússlands varðandi Eystrasaltsríkin og ríki Mið- og Austur-Evrópu. Þá hefur hann lagt sérstaka áherslu á málefni Hvíta-Rússlands og Úkraínu, jafnt í innanríkis- sem utanríkismálum.

Fundarstjóri er Alyson JK Bailes, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.