![]() |
Þann 30. mars 2010 veittu Samtök iðnaðarins og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands tveimur nemendum í alþjóðasamskiptum styrki vegna lokaverkefna til meistaraprófs frá Háskóla Íslands. Styrkveitingin er liður í samstarfi Alþjóðamálastofnunar og Samtaka iðnaðarins til þess að auka fræðilega og hagnýta þekkingu á Evrópumálum. Styrkupphæðin miðast við Inga Dís Richter fyrir lokaverkefni sitt um dreifbýlisþróunarstefnu Evrópusambandsins (e. Rural Development Policy). Þar lítur hún til nágranna okkar Finna sem þótt hafa nýtt sér þessa seinni stoð sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB með eindæmum vel. Þá skoðar hún hvað Ísland gæti lært af finnsku stefnunni og hvaða tækifæri séu mögulega í boði byrir íslensk Jón Kristinn Ragnarsson fyrir lokaverkefni sitt um tölvuógnir og tövluvernd. Þar metur hann hversu berskjaldað Ísland er gagnvart tölvuógnum og hvort grunnviðir Íslands hafi burði til þess að mæta áföllum ef til þess kæmi. Verkefnið vinnur hann undir leiðsögn Alyson Bailes, gestakennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Við úthlutun styrksins var horft til fræðilegs og hagnýts gildis verkefnisins, skýrleika rannsóknaráætlunarinnar og greinargerðar um það hvernig verkefnið muni nýtast íslensku atvinnulífi og samfélagi. |