Vel heppnaður hádegisfundur um málefni Úkraínu

Moshes

 

Alþjóðamálastofnun stóð fyrir áhugaverðum hádegisfundi í gær um ástandið í Úkraínu að loknum forsetakosningum þar í landi í janúar síðastliðnum. Arkady Moshes deildi þar áralangri reynslu sinna af rannsóknum á málefnum Úkraínu. Moshes er rússneskur að uppruna en starfar við Alþjóðamálastofnun Finnslands (FIIA) þar sem hann hefur yfirumsjón með rannsóknum á málefnum Rússlands í svæðisbundnu og alþjóðlegu samhengi. Fyrir þá sem misstu af fundinum og vilja kynna sér efni hans nánar má nálgast efni fyrirlestrarins hér.