Alþjóðamálastofnun aðili að TEPSA – styrkir tengslin við Evrópu

Alþjóðamálastofnun sendi umsókn um aðild til TEPSA síðast liðið sumar. Umsóknarferlið var ítarlegt og t.a.m. stóðu stjórnarmenn fyrir úttekt á störfum stofnunarinnar hérlendis áður en umsóknin var samþykkt, en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi samtakanna í Brussel 21. maí s.l. Tekið skal fram að einungis ein stofnun frá hverju landi getur orðið aðili að TEPSA.

Aðild að TEPSA styrkir tengslanet stofnunarinnar umtalsvert og auðveldar frekara samstarf stofnunarinnar við allar helstu rannsóknarstofnanir Evrópu í alþjóðamálum.

Nánari upplýsingar um TEPSA má nálgast á vefsíðu samtakanna www.tepsa.be