Húsfyllir á fundi með Iver Neumann

Iver B. Neumann er yfirmaður rannsóknasviðs norsku alþjóðamálastofnunarinnar, NUPI, og prófessor við Óslóarháskóla. Hann er með doktorsgráðu í stjórnmálum frá Oxford og varði aðra doktorsritgerð í mannfræði við Óslóarháskóla í fyrra.

Neumann hefur skrifað fjöldan allan af greinum og bókum og er mikilsvirtur fræðimaður á sínu sviði í Noregi.

Í erindi sínu fjallaði Neumann um stöðu Evrópumála í Noregi undir fyrirsögninni Af hverju er Noregur ekki í ESB?