Alþjóðamálastofnun hefur samstarf við Institut für Europäische Politik í Berlín

Alþjóðamálastofnun hefur nú hafið samstarf við IEP (Institut für
Europäische Politik) í Berlín sem ritstýrir og gefur út hina árlegu
EU-27 Watch skýrslu.  Markmið skýrslunnar er að komast að viðhorfum
aðildarríkja ESB til mikilvægustu málefna líðandi stundar innan
sambandsins með þar til gerðum spurningum. Í skýrslunum er einnig reynt
að komast að viðhorfum tilvonandi aðildarríkja, en þetta í fyrsta sinn
sem falast er eftir svörum frá Íslandi. Þetta er í níunda sinn sem EU-27
Watch skýrsla er gefin út en það voru þau Pia Hansson og Baldur
Þórhallsson sem sáu um að svara spurningunum fyrir hönd
Alþjóðamálastofnunnar. Samstarfið við IEP er okkur mikið gleðiefni, enda
öflug rannsóknarstofnun um evrópsk stjórnmál þar á ferð sem býr yfir
stóru og miklu tengslaneti.

Svörin í EU-27 Watch má nálgast hér, sem og heildarskýrsluna og skýrslur fyrri ára.