13. október: Krísan í Kyrgystan 2010: Lærdómur fyrir evrópsk öryggismál?

Fyrirlestur með Dr. Pál Dunay á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands ,Miðvikudaginn 13. október frá kl. 12:15 til 13:15 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.

Dr. Pál Dunay frá Geneva Centre for Security Policy fjallar um krísuna í Kyrgystan og hvaða lærdóm Evrópa getur dregið af henni. (meira um krísuna…)

Dr. Pál Dunay starfar við Geneva Centre for Security Policy (GCSP) sem forstöðumaður International Training Course in Security Policy (ITC). Árið 2007 var hann einnig forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Ungverjalands (Hungarian Institute of International Affairs). Frá miðju ári 2004 til byrjun árs 2007 starfaði hann við rannsóknarstörf við Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI). Áður en Dr. Dunay hóf störf við GCSP starfaði hann sem aðstoðarkennari og síðar aðjunkt við Alþjóðalagadeild Eötvös Loránd háskóla í Búdapest. Árið 1991 starfaði Dr. Dunay fyrir ungverska utanríkisráðuneytið, sem skrifstofustjóri öryggisstefnudeildar ráðuneytisins.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum.  
Sjá einnig á http://www.hi.is/ams

Allar nánari upplýsingar veitir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, í síma 525-5262 eða ams@hi.is