Bandarísku kosningarnar: nýir leikendur á sviðinu

Mánudaginn 11. október mun Michael T. Corgan, prófessor í
stjórnmálafræði við Boston háskóla, halda erindi um kosningarnar
framundan í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 102 á
Háskólatorgi frá kl. 12 til 13.

Kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verða að öllum líkindum mjög spennandi. Demókratar eiga í vök að verjast á mörgum sviðum og spurningin er hvort öfl eins og the Tea Party með Söruh Palin í fararbroddi séu að styrkjast í vinsældum og jafnvel áhrifum? Í fyrirlestri Corgans mun hann skanna hið pólitíska svið kosningana og kynna fyrir okkur helstu leikendur.

Sarah Palin

Corgan er Íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur heimsótt landið reglubundið til fjöldra ára og meðal annars starfað við kennslu hér í háskólanum sem Fulbright prófessor. Síðast liðið sumar tók hann einnig þátt í kennslu við sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki.