Fundargestir margs vísari um reynslu Finna og Svía

Föstudaginn 15. október stóð Alþjóðamálastofnun ásamt Evrópufræðasetri
Svíþjóðar og Alþjóðamálastofnun Finnlands fyrir heilsdagsráðstefnu í
fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Sænskir og finnskir sérfræðingar
héldu erindi um 15 ára reynslu landanna af ESB aðild. Þá tóku
fjölmargir íslenskir sérfræðingar þátt í pallborðsumræðum. Málþingið
var vel sótt og góður rómur gerður að erindum gestanna.

Dagskráin hófst á erindi Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um þörf smáríkja á skjóli innan alþjóðlegra stofnana.

Göran von Sydow

Síðan tóku við þrír panelar – sá fyrsti fjallaði um sjálfstæði, fullveldi og afstöðu ríkjanna til Evrópusambandsaðildarinnar. Þá var sjónum beint að efnahagsmálunum og að lokum var ítarlega rætt um landbúnaðar- og byggðaþróunarmálin.

Juhana Aunesluoma, Guðmundur Hálfdánarson og Þórunn Sveinbjarnardóttir

Á næstu dögum munu upptökur frá fundinum koma hér inn á vefsíðuna.