Pat Cox á opnum fundi í hátíðarsal Háskóla Íslands

Pat Cox, formaður alþjóðlegu Evrópusamtakanna, fyrrverandi forseti
Evrópuþingsins, fjölmiðlamaður og fyrrum þingmaður frá Írlandi, heldur erindi á
opnum fundi í hátíðarsal Háskóla Íslands, miðvikudaginn 20. október frá
kl. 13 til 14.30, í boði Alþjóðamálastofnunar og Sterkara Íslands.
Allir velkomnir.

Pat Cox

Pat Cox er sem fyrr segir forseti alþjóðlegu Evrópusamtakanna. Hann sat á írska þinginu 1989 – 1994 og síðar á Evrópuþinginu 1989-2004 þar sem hann var forseti 2002- -2004.  Hann stýrði já-hreyfingunni á Írlandi þegar Lissabon sáttmálinn var samþykktur.

Pat Cox var um árabil sjónvarpsfréttamaður á Írlandi og síðar þingmaður þar í landi. Þá var hann kosinn á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum írsku þjóðarinnar. Síðar varð hann æðsti embættismaður Evrópuþingsins þegar hann var kjörinn forseti þess. 

Pat Cox hefur góða innsýn inn í stöðu smáríkja í Evrópusambandinu og þekkir vel til starfa Evrópuþingsins.

Fundurinn sem er öllum opinn fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,  miðvikudaginn 20. október kl. 13.

Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri er Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ