Þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur – leiðir til að styrkja lýðræði

Opinn fundur á vegum Mannréttindastofnunar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, föstudaginn 5. nóvember frá kl. 12.15 til 13.15 í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Ann-Catrine Jungar, dósent við Södertörn háskóla, fjallar um og ber saman stjórnarskrárákvæði um þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur í nokkrum Evrópulöndum. Bruno Kaufman, forseti Evrópustofnunar um þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur, greinir frá reynslunni og lærdómum sem má draga af reglum um þjóðarfrumkvæði víðs vegar um Evrópu.

Erindi Ann-Cathrine Jungar heitir: The European Development – comparison of constitutional provisions on initiatives and referendums in European countries, og erindi Bruno Kaufman heitir: The European experience – stories and lessons about nationwide initiatives from across Europe.

Fundarstjóri er Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Umræður og fyrirspurnir í lok fundar. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.