Kynning á Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samvinnu við utanríkisráðuneytið
og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands,  kynnir Þróunarskýrslu
Sameinuðu þjóðanna 2010, mánudaginn 8. nóvember, frá kl. 12:00 til 13:00, í Norræna húsinu. Sjá auglýsingu um fundinn.

Titill skýrslunnar í ár er „The Real Wealth of Nations: Pathways to Human Development“.

Eva Jespersen, aðstoðarframkvæmdastjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna, kynnir skýrsluna sem í ár er sérstök 20 ára afmælisútgáfa.

Dagskrá

Ólafur Örn Haraldsson, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, setur fundinn.

Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri Þróunarsamvinnusviðs
utanríkisráðuneytisins ávarpar fundinn.

Eva Jespersen, aðstoðarframkvæmdastjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna, kynnir skýrsluna.

Auk Evu Jespersen og Hermanns Arnar Ingólfssonar mun Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri ÞSSÍ, taka þátt í pallborðsumræðum að erindum loknum.

Fundarstjóri: Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Vestur-Evrópu.

Allir velkomnir.

Á fundinum verður enskri samantekt skýrslunnar dreift ókeypis.