Hljóðupptaka frá fundinum með Graham Avery

Góður rómur var gerður að máli Graham Avery sem talaði fyrir  fullum sal fundargesta á Háskólatorgi, föstudaginn 26. nóvember sl. Avery starfaði í hart nær fjóra áratug fyrir Evrópusambandið. Hann vann framan af í landbúnaðarmálum en seinni hluta starfsævinnar var hann mest viðriðinn stækkunarmálin. Avery er einn af heiðurframkvæmdastjórum ESB og einn helsti ráðgjafi European Policy Centre í Brussels í stækkunarmálum. Hann kennir einnig víða, til að mynda við Oxford háskóla og Evrópuskólann í Flórens svo eitthvað sé nefnt.

Hér má nálgast hljóðupptöku ásamt glærum af fundinum. (Athugið að fundurinn hefst ekki fyrr en ca. fjórar mínútur eru liðnar af upptökunni). 

Viðtal við Graham Avery í Fréttablaðinu, laugardaginn 27. nóvember.

Viðtal við Graham Avery í Silfri Egils, sunnudaginn 28. nóvember.