Viðburðir haustönn 2010

Föstudaginn 26. nóvember: Iceland’s Application for EU Membership – A View from Brussels

Graham Avery, ráðgjafi og heiðursframkvæmdastjóri ES, hélt lokaerindi fundaraðar Alþjóðamálastofnunnar haustmisserið 2010. Fjölmenni sótti fundinn.

Föstudaginn 19. nóvember: Framtíð hinna dreifðu byggða. Fámenn og harðbýl svæði í stefnu og stuðningi ESB.

Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Föstudaginn 12. nóvember: Nordic Societies and European Integration. Heilsdagsráðstefna í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu.

Föstudaginn 5.nóvember: National Initiatives and Referendums – means to strengthen democracy.

Málstofa á vegum Mannréttindastofnunar og
Alþjóðamálastofnunar í fundarsal Þjóðminjasafnsins, frá kl. 12:15 til
13:15. Ann-Cathrine Jungar, dósent við Södertörn háskóla, og Bruno
Kaufman, forseti Evrópustofnunar um þjóðarfrumkvæði og
þjóðaratkvæðagreiðslur.

Föstudaginn 29. október: Þjóðarspegillinn, ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum. Sjá dagskrá á vefsíðu Félagsvísindasviðs http://www.fel.hi.is/

Föstudaginn 22. október: Sameiginlegir fiskveiðihagsmunir Íslands og Noregs gagnvart Evrópusambandinu

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands

Föstudaginn 15. október: 15 Years On. Finland and Sweden in the European Union. Heilsdagsráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Í samstarfi við Evrópufræðasetrið í Stokkhólmi og Alþjóðamálastofnun Finnlands. Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér: 15 years on. Finland and Sweden in the EU

 Miðvikudaginn 13. október: Krísan í Kirgistan

Pál Dunay élt erindi um ástandið í Kirgistan og hvaða afleiðingar það
kann að hafa fyrir öryggismál í Evrópu. Fyrirlesturinn var haldinn í
fundarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 12.15.

Mánudaginn 11. október: Kosningarnar í Bandaríkjunum

Michael T. Corgan, prófessor í stjórnmálafræði við Boston háskóla,
hélt erindi í aðdraganda kosningana í Bandaríkjunum í nóvember.
Fundurinn var haldinn í stofu 102 á Háskólatorgi.

Föstudaginn 8. október: Jafnrétti og bann við mismunun: Íslenskur og evrópskur réttur

Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands

Föstudaginn 1. október: Evrópskir þjóðardýrðlingar

Jón Karl Helgason, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands

Þriðjudaginn 28. september: Framtíðarsaga norðurslóða

CharlesEmmerson hélt erindi byggt á bók sinni „The Future History of the
Arctic“ sem kom út fyrr á árinu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
ávarpaði fundargesti í upphafi fundar. Fundurinn fór fram í Hátíðarsal
Háskóla Íslands frá kl. 16 til 18 og var haldinn í samstarfi við English
Speaking Union á Íslandi.

Föstudaginn 24. september: Málstefna Evrópusambandsins og áhrif hennar á tungu smáþjóða

Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Föstudaginn 17. september: Is the EU and will it ever be a Defence Alliance?

Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Mánudaginn 13. september: NATO, Rússland og norðurslóðir

Alþjóðamálastofnun, í samstarfi við Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, býður til hádegisfyrirlesturs mánudaginn 13. september. Klaus Naumann, fyrrverandi hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, mun flytja erindi um núverandi stöðu Atlantshafsbandalagsins, sambandi þess við Rússland og framtíðarhorfur í öryggismálum á norðurslóðum. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og hefst kl. 12. Fundarstjóri er Björn Bjarnason, formaður SVS. Allir velkomnir.

Naumann, sem fæddist í München árið 1939, á að baki farsælan feril innan þýska hersins sem og NATO. Hann varð hershöfðingi árið 1991 og um leið yfirmaður alls herafla Þýskalands, en hann gegndi því starfi í 5 ár eða uns hann tók að sér svipað hlutverk hjá Atlantshafsbandalaginu. Naumann hefur verið virkur á ritvellinum á ferli sínum, og gaf m.a. út bókina Die Bundeswehr in einer Welt der Umbruch.

Föstudaginn 10. september: Evrópuvæðing á Íslandi: Getur
Ísland haft áhrif á stefnumótun ESB og hvernig er stefnum
Evrópusambandsins framfylgt á Íslandi?

Jóhanna Jónsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Cambridge (doktorsvörn 14. september). Annar fundur í fundaröðinni Evrópa: Samræður við fræðimenn.

Föstudaginn 3. september: The Missing Link in EU Democracy?

Maximilian Conrad, nýráðinn lektor í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hélt erindi um lýðræðishallann í ESB. Fyrsti fundurinn í fundaröð Alþjóðamálastofnunar undir heitinu Evrópa: Samræður við fræðimenn.

1. september 2010: Dr. Jyrki Iivonen: „Finland – a Survival Strategy of a Small Country

Miðvikudaginn 1. september bauð Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands til hádegisfundar með Dr. Jyrki Iivonen, yfirmanni upplýsingadeildar finnska varnarmálaráðuneytisins. Fundurinn fór fram í Norræna húsinu.

Finnland telur um fimm og hálfa milljón íbúa og telst því enn til smærri ríkja Evrópu. Landið hefur löngum þurft að glíma við margvísleg vandamál, allt frá blóðugum átökum til efnahagslegs skipbrots. Finnska þjóðin hefur þó ætíð sýnt mikla þrautseigju og hefur oftar en ekki náð að yfirstíga gífurlegt mótlæti sem hefur áunnið henni ómælda virðingu samstarfsríkja innan Evrópusambandsins. En hvaða máli skiptir skýr stefnumótun þegar kemur að því að yfirstíga hindranir sem þjóðir standa frammi fyrir? Geta önnur smáríki, Ísland þar með talið, lært eitthvað af reynslu Finnlands?

Dr. Jyrki Iivonen hefur lengi haft mikil áhrif á stefnumörkun Finnlands í
öryggis-og varnarmálum, auk þess að vera virtur fræðimaður, rithöfundur
og kennari. Mun hann á fundinum ekki aðeins fara yfir öryggis-og
varnarmál heldur einnig ræða pólitíska og efnahagslega þætti öryggis, í
bæði fortíð og nútíð.

Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, mun opna umræður að loknu erindi Iivonen en fundarstjóri verður Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ. Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.