Viðburðir árið 2010

Föstudaginn 26. nóvember: Iceland’s Application for EU Membership – A View from Brussels

Graham Avery, ráðgjafi og heiðursframkvæmdastjóri ES, hélt lokaerindi fundaraðar Alþjóðamálastofnunnar haustmisserið 2010. Fjölmenni sótti fundinn.

 

Föstudaginn 19. nóvember: Framtíð hinna dreifðu byggða. Fámenn og harðbýl svæði í stefnu og stuðningi ESB.

Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

 

Föstudaginn 12. nóvember: Nordic Societies and European Integration. Heilsdagsráðstefna í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu.

 

Föstudaginn
5. nóvember: National Initiatives and Referendums – means to strengthen
democracy.

Málstofa á vegum Mannréttindastofnunar og
Alþjóðamálastofnunar í fundarsal Þjóðminjasafnsins, frá kl. 12:15 til
13:15. Ann-Cathrine Jungar, dósent við Södertörn háskóla, og Bruno
Kaufman, forseti Evrópustofnunar um þjóðarfrumkvæði og
þjóðaratkvæðagreiðslur.

 

Föstudaginn 29. október: Þjóðarspegillinn, ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum. Sjá dagskrá á vefsíðu Félagsvísindasviðs http://www.fel.hi.is/

 

Föstudaginn 22. október: Sameiginlegir fiskveiðihagsmunir Íslands og Noregs gagnvart Evrópusambandinu

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands

 

Föstudaginn 15. október: 15 Years On. Finland and Sweden in
the European Union. Heilsdagsráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns
Íslands.

Í samstarfi við Evrópufræðasetrið í Stokkhólmi og Alþjóðamálastofnun Finnlands. Sjá dagskrá og frekari upplýsingar hér til hægri á síðunni.

 

Miðvikudaginn 13. október: Krísan í Kirgistan

Pál
Dunay hélt erindi um ástandið í Kirgistan og hvaða afleiðingar það
kann að hafa fyrir öryggismál í Evrópu. Fyrirlesturinn var haldinn í
fundarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 12.15.

 

Mánudaginn 11. október: Kosningarnar í Bandaríkjunum

Dr.
Michael T. Corgan, prófessor í stjórnmálafræði við Boston háskóla,
hélt erindi í aðdraganda kosningana í Bandaríkjunum í nóvember.
Fundurinn var haldinn í stofu 102 á Háskólatorgi.

 

Föstudaginn 8. október: Jafnrétti og bann við mismunun: Íslenskur og evrópskur réttur

Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands

 

Föstudaginn 1. október: Evrópskir þjóðardýrðlingar

Jón Karl Helgason, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands

 

Þriðjudaginn 28. september: Framtíðarsaga norðurslóða

Charles
Emmerson hélt erindi byggt á bók sinni „The Future History of the
Arctic“ sem kom út fyrr á árinu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
ávarpaði fundargesti í upphafi fundar. Fundurinn fór fram í Hátíðarsal
Háskóla Íslands frá kl. 16 til 18 og var haldinn í samstarfi við English
Speaking Union á Íslandi.

 

Föstudaginn 24. september: Málstefna Evrópusambandsins og áhrif hennar á tungu smáþjóða

Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

 

Föstudaginn 17. september: Is the EU and will it ever be a Defence Alliance?

Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

 

Mánudaginn 13. september: NATO, Rússland og norðurslóðir

Alþjóðamálastofnun,
í samstarfi við Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, býður til
hádegisfyrirlesturs mánudaginn 13. september. Klaus Naumann, fyrrverandi
hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, mun flytja erindi um
núverandi stöðu Atlantshafsbandalagsins, sambandi þess við Rússland og
framtíðarhorfur í öryggismálum á norðurslóðum. Fundurinn fer fram í
Norræna húsinu og hefst kl. 12. Fundarstjóri er Björn Bjarnason,
formaður SVS. Allir velkomnir.

Naumann, sem fæddist í München
árið 1939, á að baki farsælan feril innan þýska hersins sem og NATO.
Hann varð hershöfðingi árið 1991 og um leið yfirmaður alls herafla
Þýskalands, en hann gegndi því starfi í 5 ár eða uns hann tók að sér
svipað hlutverk hjá Atlantshafsbandalaginu. Naumann hefur verið virkur á
ritvellinum á ferli sínum, og gaf m.a. út bókina Die Bundeswehr in
einer Welt der Umbruch.

 

Föstudaginn 10. september: Evrópuvæðing á Íslandi: Getur
Ísland haft áhrif á stefnumótun ESB og hvernig er stefnum
Evrópusambandsins framfylgt á Íslandi?

Jóhanna Jónsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Cambridge (doktorsvörn 14. september). Annar fundur í fundaröðinni Evrópa: Samræður við fræðimenn.

 

Föstudaginn 3. september: The Missing Link in EU Democracy?

Maximilian Conrad, nýráðinn lektor í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hélt erindi um lýðræðishallann í ESB. Fyrsti fundurinn í fundaröð Alþjóðamálastofnunar undir heitinu Evrópa: Samræður við fræðimenn.

 

1. september 2010: Dr. Jyrki Iivonen: „Finland – a Survival Strategy of a Small Country

Miðvikudaginn
1. september bauð Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við
Háskóla Íslands til hádegisfundar með Dr. Jyrki Iivonen, yfirmanni
upplýsingadeildar finnska varnarmálaráðuneytisins. Fundurinn fór fram í
Norræna húsinu.

Finnland telur um fimm og hálfa
milljón íbúa og telst því enn til smærri ríkja Evrópu. Landið hefur
löngum þurft að glíma við margvísleg vandamál, allt frá blóðugum átökum
til efnahagslegs skipbrots. Finnska þjóðin hefur þó ætíð sýnt mikla
þrautseigju og hefur oftar en ekki náð að yfirstíga gífurlegt mótlæti
sem hefur áunnið henni ómælda virðingu samstarfsríkja innan
Evrópusambandsins. En hvaða máli skiptir skýr stefnumótun þegar kemur að
því að yfirstíga hindranir sem þjóðir standa frammi fyrir? Geta önnur
smáríki, Ísland þar með talið, lært eitthvað af reynslu Finnlands?

Dr.
Jyrki Iivonen hefur lengi haft mikil áhrif á stefnumörkun Finnlands í
öryggis-og varnarmálum, auk þess að vera virtur fræðimaður, rithöfundur
og kennari. Mun hann á fundinum ekki aðeins fara yfir öryggis-og
varnarmál heldur einnig ræða pólitíska og efnahagslega þætti öryggis, í
bæði fortíð og nútíð.

Kristrún Heimisdóttir, lögræðingur, mun opna
umræður að loknu erindi Iivonen en fundarstjóri verður Alyson Bailes,
aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ. Fundurinn fer fram á ensku og er
öllum opinn.

 

13. apríl: Leið Eistlands inn í Evrópusambandið: frá aðildarumsókn til aðildar

Marten Kokk, frá eistneska utanríkisráðuneytinu hélt erindi um reynslu Eislands af aðildarferlinu að Evrópusambandinu.

 

8. apríl: Hvað er að gerast í Úkraínu?

Arkady
Moshes, rússneskur fræðimaður við Alþjóðamálastofnun Finnlands, hélt
erindi um ástandið í Úkraínu í kjölfar nýafstaðinna kosninga.

 

23. mars: Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Dr.
Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi flutti vel sótt erindi um
stækkunarstefnu Evrópusambandsins og aðildarferli Íslands á vegum
Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Dr. Summa hefur starfað
innan Evrópusambandsins síðan 1995 og hefur verið framkvæmdastjóri á
sviði stækkunarmála síðan 2005. Starfsferil sinn hóf hann í
fræðasamfélaginu en hann er með doktorspróf í hagfræði. Á árunum 2007
til 2008 var hann við fræðastörf hjá Weatherhead Center of International
Affairs við Harvard háskóla og gaf í framhaldinu út skýrsluna The
European Union´s 5th Enlargement – Lessons Learned. Hann hefur gefið út
fjöldan allan af fræðigreinum og bókum. Dr. Summa var settur í embætti
sendiherra ESB á Íslandi í janúar síðast liðnum.

 

17. mars: Umhverfis- og öryggismál á Norðurslóðum

Lassi
Heininen frá háskólanum í Rovianemi hélt erindi á vegum
Alþjóðamálastofnunar og the English Speaking Union. Heininen fjallaði um
umhverfis- og öryggismál á Norðurslóðum.

Rannsóknarsvið Heininen
spannar víðtæk málefni í alþjóðastjórnmálum, öryggi, samspili stjórnmála
og landafræði auk evrópskra-, rússneskra- og norrænna fræða. Hann er
stjórnarformaður International Steering Committee for the Northern
Research Forum og gegnir stöðu aðjúnkts hjá Frost Center for Canadian
Studies í Trent háskóla í Kananda og Landafræðideild Háskólans í Oulu í
Finnlandi. Hann hefur verið reglulegur gestur hér á landi sem
gestakennari við Háskóla Íslands.

 

18. febrúar: Diana Wallis, Evrópuþingmaður og varaforseti Evrópuþingsins

Diana
Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, hélt erindi á vegum
Alþjóðamálastofnunnar. Wallis fjallaði um Icesave, Ísland og
Evrópusambandið.

Diana Wallis hefur setið á Evrópuþinginu frá því
árið 1999 og verið varaforseti þingsins frá því í desember 2006. Wallis
hefur lengi haft mikinn áhuga á málefnum Norðurlandanna og var kosin
forseti fastanefndar Evrópuþingsins gagnvart Íslandi, Noregi og Sviss í
september 2004. Þá var hún einnig kosin forseti sameiginlegu EES
þingnefndarinnar í september 2004 og þeirri stöðu gegndi hún í þrjú ár.

Wallis
skrifaði bókina ,,Forgotten Enlargement: Future EU Relations with
Iceland, Switzerland and Norway“ ásamt Stewart Arnold and Ben Idris
Jones. Bókin seldist mjög vel og var endurútgefin í október 2004.

Wallis
hefur verið fulltrúi Evrópuþingsins á fundum Norðurlandaráðsins,
þingmannaráðs landa við eystrasalt (the Baltic Sea Parliamentarians
Conference), og fastanefnd þingmanna í Norðurskautslöndum.

15. febrúar: Michael T. Corgan, dósent við Boston háskóla

Michael
T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við Boston University, flutti
erindi á vegum stjórnmálafræðideildar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla
Íslands undir yfirskriftinni „What Does the US Mean When It Says
„Security“?“ Corgan fjallaði m.a. um útvíkkun öryggishugtaksins, nýtt
stigveldi ógnana, sem og stöðu Íslands gagnvart Bandaríkjunum.

Michael
T. Corgan er dósent í alþjóðasamskiptum við Boston University og
sérhæfir sig m.a. í alþjóðlegum öryggismálum. Corgan hefur oft á tíðum
haldið fyrirlestra við Háskóla Íslands og verið stundakennari við
stjórnmálafræðideild HÍ.

 

21. janúar: Hlutverk Sameinuðu þjóðanna í valdaskiptum heimi

Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands, kanadíska sendiráðið á Íslandi og English-Speaking
Union of Iceland boðuðu til fundar með Patrick Whittman, yfirmanni
málefna Sameinuðu þjóðanna í utanríkisráðuneyti Kanada. Wittman fjallaði
um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í valdaskiptum heimi. Fundarstjóri var
Alan Bones, sendiherra Kanada á Íslandi.

Patrick Wittman hefur
starfað í utanríkisþjónustu Kanada frá árinu 1995, og sem yfirmaður
málefna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2006. Þar áður starfaði hann meðal
annars í Mósambík fyrir Sameinuðu þjóðirnar, fyrir kanadísku
þróunarsamvinnustofnunina (CIDA) og fyrir Alþjóðasamvinnuráð Kanada
(CCIC). Patrick lauk BA gráðu frá Toronto háskóla og MA gráðu í
alþjóðasamskiptum frá Oxford háskóla.

 

20. janúar: Kynningarfundur um Norræna þróunarsjóðinn

Verkfræði-
og náttúruvísindasvið, Land- og ferðamálafræðistofa og
Alþjóðamálastofnun boða til kynningarfundar um Norræna þróunarsjóðinn,
sem tekst meðal annars á við loftslagsbreytingar í fátækustu löndum
heims.

Helge Semb, framkvæmastjóri sjóðsins fjallar um sjóðinn og
nýju áherslurnar á kynningarfundi miðvikudaginn 20. janúar frá kl. 16
til 17 í fundarherbergi á 3. hæð í Öskju.

Vakinn er athygli á því að frestur til að sækja um styrk úr sjóðnum fyrir verkefni árið 2010 rennur út 29. janúar næst komandi.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

 

19. janúar: Ulf Dinkelspiel, fyrrverandi Evrópumálaráðherra Svíþjóðar

Ulf
Dinkelspiel, fyrrverandi Evrópumálaráðherra og aðalsamningamaður
Svíþjóðar í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, hélt fyrirlestur á
vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sænska sendiráðsins.
Dinkelspiel er höfundur bókarinnar, Den motvillige europén, sem kom út á
síðasta ári en í henni gerir hann grein fyrir ferli sínum og einstakri
reynslu af Evrópumálum.

Ulf Dinkelspiel hefur gegnt
lykilhlutverki í samningamálum Svíþjóðar á löngum ferli sínum sem
embættis- og stjórnmálamaður. Reynsla hans í þeim efnum er meiri en
nokkur annar getur státað af þarlendis og jafnvel má segja að hún sé
einstök í Evrópu. Hann vann að samningaviðræðunum um Evrópska
efnahagssvæðið á sínum tíma en þá var hann ráðuneytisstjóri í
viðskiptaráðuneyti Svíþjóðar. Dinkelspiel sinnti síðan embætti
Evrópumálaráðherra frá árinu 1990 til 1993. Aðildarviðræðurnar við
Evrópusambandið stóðu síðan yfir frá 1992 til 1994 en Dinkelspiel var
aðalsamningamaður Svíþjóðar enda Evrópumálaráðherra og síðar einnig
viðskiptaráðherra á þessum tíma. Þá var hann í forsvari fyrir
Evrópuhreyfinguna í landinu þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni kom
haustið 1994. Dinkelspiel hefur að auki nær fjögurra áratuga reynslu í
sænsku utanríkisþjónustunni.

 

18. janúar: Utanríkisstefna Rússlands og samskipti NATO og Rússlands

Dr.
Tatyana Parkhalina, forstöðumaður Rannsóknaseturs um öryggismál Evrópu í
Moskvu, flutti fyrirlestur á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og
alþjóðamál, Varðbergs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Dr.
Parhalina fjallaði um utanríkisstefnu Rússlands og samskiptin við NATO
sérstaklega. Fyrirlesturinn fór fram á ensku og bar heitið „Russian
Foreign Policy and NATO-Russia Relations“.

Dr. Tatyana Parkhalina
er rússneskur sérfræðingur um evrópsk öryggismál, samskipti NATO og
Rússlands og utanríkisstefnu Rússa. Hún er með doktorspróf frá
Alþjóðasamskiptastofnuninni í Moskvu (Moscow Institute of International
Relations) og skrifaði um samskipti Frakka og Bandaríkjamanna á
Miðjarðarhafssvæðinu. Starfsferil sinn hóf hún í Æðri menntastofnun
stjórnarerindreka og síðan í Rússnesku vísindaakademíunni. Hún var
yfirmaður Vestur-Evrópudeildar félagsvísindastofnunar akademíunnar og er
nú varaforstöðumaður stofnunarinnar.

Dr. Parkhalina hefur ritað
fjölda bóka og greina um ofangreind efni. 1998 beitti hún sér fyrir því,
að komið var á fót gagnamiðstöð um málefni NATO í Moskvu og varð hún
árið 2001 að Miðstöð um evrópskt öryggi undir stjórn hennar. Hún er í
stjórn Rússlandsdeildar alþjóðlegu Pugwash-hreyfingarinnar og árið 2004
varð dr. Parkhalina varaforseti Samtaka Rússlands um samstarf Evrópu og
Atlantshafsríkja. Frá árinu 2006 til 2009 sat hún í framkvæmdastjórn
Alþjóðasamtaka stjórnmálafræðinga (IPSA). Hún er aðalritstjóri
tímaritsins European Security.

Fundarstjóri: Björn Bjarnason, formaður Samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.