Eldfimt ástand í Mið-Austurlöndum

Er hafin internet bylting í Mið-Austurlöndum? Má búast við því að fleiri lönd á þessu heimssvæði fylgi í kjölfar atburðanna í Túnis? Mótmæli eru boðuð í Egyptalandi og stjórnvöld hræðast þessi nýju tæki borgaranna. En verður þessi þróun stöðvuð? Hver er staðan í Palestínu, hvaða áhrif hafa uppljóstranir Wikileaks og hverjar eru framtíðarhorfurnar?

Alþjóðamálastofnun í samstarfi við félagið Ísland-Palestína býður til hádegisfundar um það eldfima ástand sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs, fimmtudaginn 27. janúar frá kl. 12 til 13 í stofu 104 á Háskólatorgi. Frummælendur eru Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og einn fremsti sérfræðingur Íslands í málefnum Mið-Austurlanda, Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu, sem lengi hefur fylgst með gangi máli á þessu heimssvæði, og Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, sem hefur um árabil barist fyrir réttindum Palestínumanna.