Við erum öll frá Kaíró!

Á velsóttum fundi Alþjóðamálastofnunar og Félagsins Ísland-Palestína í
síðustu viku var góður rómur gerður af framsögu ræðumanna. Bogi
Ágústsson, fréttamaður á RÚV, skýrði sjónarmið fjölmiðla og ekki síst
þeirri miklu ábyrgð sem hvílir á fréttamönnum að velja úr og skýra það
sem skiptir máli hverju sinni. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í
Miðausturlandasögu við Williams College í Bandaríkjunum, flutti
tilfinningaþrungið erindi þar sem hann minnti fundarmenn á alvarleika
ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og útskýrði hvað er í húfi fyrir
heimamenn og heiminn allann. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins
Ísland-Palestína, skýrði sjónarmið Palestínumanna og ræddi
framtíðarhorfurnar á þessum hrjáðu svæðum.

Hljóðupptaka af fundinum fimmtudaginn 27. janúar sl.