Afganistan: Endatafl

Í kjölfar leiðtogafundar NATO í Lissabon og Kabúl ráðstefnunnar á síðasta ári liggur fyrir að alþjóðalið ISAF mun vinna að því að færa ábyrgð á öryggismálum í landinu í hendur heimamanna á næstu þremur árum. Er líklegt að hægt verði að leiða átökin farsællega til lykta og er von til þess að hægt verði að semja frið við hófsamari hluta skæruliðahreyfingar Talíbana? Hver er líkleg þróun næstu missera og hvernig upplifa heimamenn átökin?

Erlingur Erlingsson 

Erlingur Erlingsson er hernaðarsagnfræðingur (M.St. Oxon) sem hefur undanfarin tvö ár starfað fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu Þjóðirnar í Afganistan. Hann var aðstoðarframkvæmdarstjóri þróunarmála í höfuðstöðvum ISAF fyrri hluta árs 2009 og stýrði því næst um 18 mánaða skeið starfsemi stuðningsverkefnis SÞ (UNAMA) í hinu stríðshrjáða Khost-héraði við landamæri Pakistan. Erlingur starfar nú sem sérstakur tengiliður UNAMA gagnvart ISAF í Kabúl. Auk þess að hafa sinnt kennslu í hernaðarsögu með námi þá hefur Erlingur ritað greinar og flutt fjölmörg erindi um alþjóða- og öryggismál á undanförnum árum.