Diana Wallis: Í kjölfar Lissabon sáttmálans – áhrif Evrópuþingsins

Diana WallisOpinn fundur með Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, miðvikudaginn 2. mars kl. 12.30 í stofu 102 á Háskólatorgi, á vegum Alþjóðamálastofnunar, Rannsóknaseturs um smáríki og Lagastofnunar Háskóla Íslands.

 

Áhrif Evrópuþingsins hafa styrkst með tilkomu Lissabon sáttmálans. Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, gerir grein fyrir því hvaða áhrif þessi breyting hefur haft á störf fulltrúa smáríkja innan
Evrópusambandsins.

 

Diana Wallis hefur setið á Evrópuþinginu síðan 1999 og verið varaforseti þingsins síðast liðinn rúm þrjú ár. Hún hefur ávallt verið mjög áhugasöm um Norðurslóðir og var kjörinn forseti þingnefndar
Evrópuþingsins gagnvart Íslandi, Noregi, Sviss og EES þingnefndinni í september
2004 en því embætti gegndi hún til september 2007. Hún situr enn í nefndinni.

 

Fundarstjóri er Elvira Mendez Pinedo, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands.  

 

Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.