„Si le vent soulève les sables“

Franska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir
kvikmyndasýningu fimmtudaginn 24. mars kl. 16 í stofu 101 í Odda.
Kvimyndin, Si le vent soulève les sables eða Þegar vindurinn feykir sandinum, eftir Marion Hänsel fjallar um lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu Afríkulandi sem ferðast yfir óvinveitt landsvæði undir eldheitri sólinni í von um betra líf.

Myndin sem byggð er á skáldsögu Martin Durin-Valois, Chamelle, segir frá ótrúlegri þrautseigju og lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu Afríkulandi þar sem stríðsástand ríkir og þurrkar hafa eyðilagt ræktunarlandið. Í von um betra líf ferðast  Rahne ásamt fjölskyldu sinni yfir óvinveitt landsvæði undir eldheitri sólinni á leið sem virðist endalaus. Kvikmyndin dregur upp skýra mynd af einni mikilvægustu og dýrmætustu auðlind jarðarinnar og hversu mikil samfélagsleg ógn getur falist í takmörkuðu aðgengi að vatni.

Leikstjóri myndarinnar er belgíski kvikmyndaframleiðandinn, handritshöfundurinn og leikkonan, Marion Hänsel.

Myndin er 92 mínútna löng og er sýnd með enskum texta.  
 
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.      

Si le vent souleve les sables