Fleiri fundir um málefni Mið-Austurlanda hjá Alþjóðamálastofnun

Miðvikudaginn 30. mars frá kl. 12 til 13 í Norræna húsinu fjalla fréttamennirnir, Sveinn H. Guðmarsson og Þórhildur Ólafsdóttir, um upplifun sína og reynslu af því að búa í Jemen. Þau rýna í ástandið í dag og skoða framtíðarhorfurnar. Fundurinn er haldinn í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Þá mun Jóhanna Kristjónsdóttir fjalla um Sýrland í næstu viku.