Skilvirk þátttaka í Evrópusambandinu – reynsla finnskrar stjórnsýslu

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið stendur
fyrir opnum fundi með Eiju-Leenu Linkola frá finnska utanríkisráðuneytinu,
miðvikudaginn 4. maí frá kl. 12:00 til 13:00 í stofu 101 í Odda. Fundurinn fer
fram á ensku.

Fundarstjóri er Auðunn Atlason, deildarstjóri upplýsingamála í
utanríkisráðuneytinu.

 

Fjallað verður um undirbúning finnsku stjórnsýslunnar fyrir inngöngu í
Evrópusambandið. Hagnýt nálgun á það hvernig undirbúningur stjórnsýslu fyrir
inngöngu í Evrópusambandið gengur fyrir sig. Hvaða lærdóma hefur finnska
stjórnsýslan dregið af inngöngu í ESB? Í þessu ljósi og í samanburði við
reynslu annarra umsóknarríkja verður lagt stutt mat á það hvaða þættir það eru
innan íslenskrar stjórnsýslu sem eru líklegir til árangurs í umsóknarferlinu.