Evrópa: Samræður við fræðimenn – Utanríkisstefna Íslands eftir lok kalda stríðsins

Föstudaginn 13. maí, Lögberg 101, frá kl. 12 til 13

Utanríkismálastefna
Íslands hefur tekið miklum breytingum frá lokum kalda stríðsins og þá ekki síst
þegar kemur að Evrópumálum. Ísland er í dag, í gegnum EES og Schengen
samstarfið, nátengt Evrópu en árið 2009 tók landið stærsta skrefið til þessa
þegar það sótti um aðild að Evrópusambandinu.

Þau skref sem Ísland hefur hingað til tekið í áttina að Evrópu, í öryggis- og
varnamálum, sem og í efnahags- og menningamálum, eru misstór. Í fyrirlestrinum verður
varpað ljósi á það hvernig og afhverju utanríkismálastefna Íslands í Evrópumálum hefur breyst. Farið verður yfir meginatriði þeirrar þróunar sem
átti sér stað í þessum málaflokkum eftir lok kalda stríðsins og reynt að varpa
ljósi á það hvað það er sem liggur að baki hinni íslensku Evrópustefnu. Er
utanríkismálastefna Íslands valdapólitík, hagsmunapólitík eða hugmyndapólitík?

 

Meike Stommer er doktorsnemi við
Ernst-Moritz-Arndt-háskóla í Greifswald í Þýskalandi en hún mun flytja erindi
sitt á íslensku.

 

Allir velkomnir!