Írland og evran – lærdómur fyrir Ísland?

Opinn fyrirlestur Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Heimssýnar: 

Írland og evran – lærdómur fyrir Ísland 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudaginn 25. maí frá kl. 12.00 til 13.00 í stofu 101 í Odda

 

Coughlan er sérfræðingur í málefnum sem tengjast Írlandi og Evrópusambandinu. Hann hefur í ræðu og riti fjallað um efnahagslegar, pólitískar og sögulegar hliðar á aðild Írlands að Evrópusambandinu. Coughlan var ábyrgur fyrir Crotty-málinu árið 1987 en hæstiréttur Írlands komst að þeirri niðurstöðu að fullveldisframsal til Evrópusambandsins væri óheimilt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sáttmálar Evrópusambandsins frá Maastricht (1992), Amsterdam (1998), Nice (2001 og 2002) og Lissabon (2008 og 2009) hafa því verið bornir undir írsku þjóðina, stundum tvisvar.

Anthony Coughlan er hagfræðingur og prófessor emeritus við Trinity College í Dublin.

 

Fundarstjóri er Björn Bjarnason og mun fundurinn fara fram á ensku.

Allir velkomnir!