Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetur um smáríki hlaut Jean Monnet styrk frá Lifelong learning programme Menntaáætlunar Evrópusambandsins til að standa fyrir fundaröð og stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi. Stofnunin býður því til sannkallaðrar veislu á þessu sviði í vetur en nú þegar hafa fjölmargir erlendir fræðimenn boðað komu sína. Fundirnir sem eru öllum opnir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í Odda 201. Hér má nálgast dagskrá fundaraðarinnar í heild sinni (pdf).